2

Main content

main

Vinsælast á bókasöfnunum. Nýjungar í topplistum útlána

Topplistar útlána eru listar yfir vinsælustu eða mest lánaðu titlana í aðildarsöfnum Gegnis og fyrir Gegni í heild sinni. Í sumarbyrjun 2017 voru gerðar endurbætur á topplistunum sem gera öllum kleift að skoða það sem mest er lánað flokkað eftir safnaflokkum, landsvæðum, efnisflokkum og árum og ársfjórðungum. Topplistar útlána eru aðgengilegir á opnum vef Landskerfis bókasafna, https://landskerfi.is  undir Um okkur -> Vinsælustu titlarnir og einnig á þjónustuvef undir Topplistar -> Öll söfn.
 
Vinsælustu titlana á hverju bókasafni fyrir sig er að finna á lokuðum þjónustuvef Landskerfis bókasafna undir Topplistar -> Einstök söfn
 
Vinsælasta efnið á bókasöfnunum er spennandi rannsóknarefni og vekur áhuga hjá fleirum en aðildarsöfnum Gegnis eins og t.d. fjölmiðlum og hjá eigendum safna. Topplistarnir voru upphaflega gerðir til þess að bókasöfnin gætu fengið upplýsingar um hvað væri vinsælast á eigin bókasafni. Vegna persónuverndarsjónarmiða eru gögn um einstök söfn á lokuðum vef. Til að koma til móts við aðra hagsmunaaðila en aðildarsöfn Gegnis var ákveðið að flokka söfnin saman í hópa eftir safnategund og landssvæðum auk efnisflokkanna sem eru grunnþáttur í kerfislegri högun topplistanna.
 
Önnur nýjung við topplistana er möguleikinn á að skoða listana eftir ársfjórðungum. Talið var að styttri tímabil myndu auka notagildi topplistanna fyrir bókasöfnin og hvetja þannig til lestrar.

Þegar listarnir eru skoðaðir eftir ársfjórðungum er ljóst að fjölbreytileikinn í lestrarmynstri og útlánum er mjög breytilegur eftir ársfjórðungum. Hér má sjá vinsælasta titilinn í almennings- bókasöfnum á Norðurlandi eftir ársfjórðungum 2016.
 
Vinsælasta bókin í almenningsbókasöfnum á Norðurlandi eftir ársfjórðungum 2016
Sjá mynd hér að ofan    
 

Landskerfi bókasafna mun halda áfram að þróa topplista útlána. Næsta verkefni verður að útfæra lista sem byggja  eingöngu á útlánum bóka eftir íslenska rithöfunda. Nánari upplýsingar um topplistana er að finna í greinargerð um topplista útlána 2016.

horizontal

fblikebutton_dynamic_block