Main content
Fréttir
main
Skráningarráð hefur samþykkt að leyfa, til bráðabirgða, safnfærslur (skemmri skráningu) fyrir safngögn á framandi tungumálum, þ.e. tungumálum sem þarfnast umritunar. Einstakir titlar og höfundar eru þar með ekki leitarbærir í Gegni, færslurnar eru einungis gerðar til þess að hægt sé að lána efnið út. Þau söfn sem vilja hafa efnið leitarbært í Gegni þurfa að skrá efnið á hefðbundinn hátt. Listi yfir færslur sem leyfilegt er að nota til að tengja eintök við verður birtur á síðu skráningarráðs og í Handbók skrásetjara...
Vakin er athygli á því að sk. árslokatölfræði ársins 2007 er nú aðgengileg á Þjónustuvef félagsins. Um er að ræða mikinn fjölda staðlaðra skýrslna um eintök og titla, útlán og lánþega í Gegni á liðnu ári.
Flestir viðskiptavinir hafa nú fengið sendan nýjan þjónustusamning, en á síðasta ári var ákveðið að ráðast í endurgerð samninganna með það að leiðarljósi að staðla þá og skerpa á ákvæðum um þjónustu ofl. Allir samningar eru nú verðtryggðir. Til upplýsingar eru tveir viðauka samningsins nú birtir á heimasíðu félagsins. Hér er um að ræða Staðlaðar skýrslur úr Gegni og Gjaldskrá félagsins á nýju ári.
Um leið og við óskum samstarfsfólki og velunnurum okkar friðar á jólum og farsældar á nýju ári, vekjum við athygli á að skrifstofa Landskerfis bókasafna verður lokuð 24. og 31. desember.
Þökkum ánægjulega samvinnu á árinu sem er að líða.
Glærur frá fræðsludögum skrásetjara, þann 18. og 19. október síðastliðinn, eru nú aðgengilegar á síðu skráningarráðs á heimasíðu Landskerfis bókasafna.
Handbók skrásetjara Gegnis hefur verið færð í nýtt vefumsjónarkerfi. Nýi vefurinn auðveldar aðgang að efninu og gerir það sýnilegra. Merki handbókarinnar hannaði Hólmfríður Sóley Hjartardóttir vefstjóri. Auk hennar eru Hildur Gunnlaugsdóttir og Monika Magnúsdóttir í ritstjórn. Uppsetning kerfisins og ráðgjöf var í höndum Gunnars Grímssonar viðmótshönnuðar. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn heldur vefnum úti og styrkti þessa nýju gerð hans.
Skráningarhandbók Gegnis...
Til hægri á heimasíðunni er verkefnalisti Landskerfisins vegna ársins 2007 aðgengilegur. Hann hefur nú verið uppfærður þ.a. framgangur einstakra verkefna kemur þar fram.
Ýmis talnagögn um árið 2006 hafa nú verið sett á Þjónustuvef Landskerfisins. Söfn geta valið um fjölda ólíkra skýrslna er varða eintök og titla, útlán og lánþega.