2

Main content

main

Leiðbeiningar til tölvudeilda um uppsetningu biðlara, prentun o.fl.

Miðlarar

Áður en bókasafn getur tengst Gegni þarf að senda Landskerfi bókasafna fasta ytri IP-tölu fyrir starfsmannatölvur safnsins.

Netþjónustuaðilar þurfa jafnframt að tryggja að tenging sé leyfð frá safni við miðlara Gegnis

  • IP-address: 217.171.222.121
  • DNS name: kerfi.gegnir.is
  • TCP port 6991 þarf að vera opið fyrir umferð bæði inn og út

 

Bókasöfn þurfa líka að geta tengst prófunarumhverfi vegna kennslu

  • IP-address: 217.171.222.123
  • DNS name: snorri.lb.is
  • TCP port 6992 þarf að vera opið fyrir umferð bæði inn og út

 

Biðlari

Setja þarf upp biðlara (GUI client) á allar starfsmannatölvur bókasafns.

Hafið samband við Landskerfi bókasafna ef frekari upplýsinga er þörf  

Almenningsaðgangur að Gegni er á vef (leitir.is) og ekki þarf biðlara á hann.

Nauðsynlegt er að nýjasta útgáfa JAVA sé ávallt uppsett í starfsmannatölvum.

 

Tölvupóstur úr biðlara

Skilgreiningar fyrir póstþjón og netföng þarf að setja inn í biðlarann.

Biðlari Gegnis virkar eins og einfaldur SMTP mail client og notar TCP/IP port 25 til að senda póstinn.

Hægt er að nota Secure SMTP með innskráningu og skilgreina annað „port“.

Póstþjónn þarf að heimila sendingu pósts úr biðlara og að póstsendingar séu ekki skilgreindar sem ruslpóstur þótt fjöldi bréfa sé sendur í einu.

 

Prentun og prentarar

Prentun á sjálfgefinn prentara þarf ekki að stilla sérstaklega.

Hægt er að tengja einn eða fleiri aukaprentara (t.d. strikamerkjaprentara og kvittanaprentara) og stilla sendingar á þá eftir tegund útprenta.

Nauðsynlegt er að setja strikamerkjaprentara upp sem „generic/text“ en ekki með sjálfgefnum „driver“ framleiðanda til að miðarnir prentist rétt.

Með strikamerkjaprentara er notað sérstakt forrit fyrir úthlutun strikanúmera. Þetta forrit er ekki hluti af Gegni en selt með prentaranum og þarf því að leita til söluðaðila um uppsetningu þess.

horizontal

fblikebutton_dynamic_block