Main content
main
Lánþegastöður
Uppstokkun á lánþegastöðum
Kóðarnir á bak við lánþegastöður voru ekki samræmdir á landsvísu þegar Gegnir var tekinn í notkun fyrir mörgum árum. Þetta veldur árekstrum þegar lánþegarnir eru fluttir í nýtt bókasafnskerfi.
Dæmi um árekstra er ef nemendur flytjast í nýtt kerfi sem kennarar, og öfugt.
Þess vegna þurfti að stokka upp lánþegastöðurnar og það var gert þann 6. október 2021. Landskerfi bókasafna sá um framkvæmdina, en starfsfólk safnanna þarf að vera meðvitað um nýjar lánþegastöður.
Hvað breyttist? Hjá hverjum?
Breytingin snerti mörg bókasöfn, sérstaklega grunnskóla, framhaldsskóla og almenningssöfn á landsbyggðinni.
Hér fyrir neðan eru töflur, eftir stjórnunareiningum, sem sýna hvaða lánþegastöðum var breytt og hjá hvaða söfnum.
Athugið að ef stendur „Öll söfn“ þá er aðeins átt við þau söfn sem hafa hingað til notað viðkomandi lánþegastöðu.
Stjórnunareiningar:
Engar breytingar voru gerðar í öðrum stjórnunareiningum
horizontal
print-links
