2

Main content

main

Spurt og svarað um gangsetningu nýs bókasafnakerfis

Um mánaðarmótin apríl/maí 2022 voru haldnir kynningarfundir um gangsetningaráætlun nýs bókasafnakerfis (Alma og Primo VE) en kerfið verður opnað á tímabilinu 9. -13. júni.  Á fundunum komu fram ýmsar spurningar og fara svör við þeim hér að neðan.

Upplýsingar um framkvæmd og tímasetningar er að finna í glærum frá fundunum en þær má nálgast á https://landskerfi.is/kerfin/innleiding-almaprimo-ve/stada-verkefnisins/stada-verkefnisins. 

 

Nr Spurningar  Svör

1

Er hægt að bæta við eintökum frá og með 9. maí?

Nei, það verður ekki hægt.

2

Hversu lengi verður ekki hægt að tengja og skrá inn nýtt efni?

Frá 9. maí til 13. júní.
3 Er hægt að bæta við lánþegum eftir 9. maí? Já, til og með 30. maí.
4 Er hægt að endurnýja lánþegakort eftir 9. maí? Já, til og með 30. maí.
5 Hvenær verður lokað á frátektir? Líklega eftir 30. maí, þetta atriði er í skoðun.
6 Hversu lengi verður ekki hægt að nota sjálfsafgreiðsluvélar? Frá 31. maí til 13. júní.
7 Flytjast sektir á vanskilum yfir í Alma? Allt sem er enn í útláni (vanskilum) mun hlýða sektastillingum sem hafa verið settar upp í nýja kerfinu.
8

Hvað með gömul vanskil, eldri en ár, fara þau yfir í nýja kerfið

Já, þau fara yfir.
9 Hversu lengi verða send út rukk- og viðvörunarbréf úr Gegni? Til og með 30. maí.
10

Fáum við útlánalista og vanskilalista í Gegni eins og áður, út maí mánuð?

Já, til og með 30. maí.
11

Bækur sem eru í útláni eftir 30. maí, verður hægt að skila þeim í nýja kerfinu?

Já.
12

Safnfærslur - hvað verður um þær?

Þær flytjast í Alma.
13 Hversu lengi er hægt að nota millisafnalán í Gegni og leitir.is? (Millisafnalánaþáttur) Til og með 8. maí.
14 Hvenær verða námskeið fyrir grunn- og framhaldsskóla? 8.-31. ágúst.
15 Verður hægt að lána út/skila bókum eftir 31. maí? Já, með ótengdum útlánum í Alma. Leiðbeiningar verða sendar út. Það þarf að setja upp forrit, sem þýðir að lítil söfn gætu frekar viljað halda utan um útlánin í Word og færa það handvirkt yfir í nýja kerfið eftir opnun.
16 Útprentun, þar með talin útprentun á marga prentara? Leiðbeiningar verða sendar út.
17 Lokun á leitir.is Hægt verður að leita í leitir.is allan tímann en innskráning verður ekki möguleg frá 31.maí.
18 Hvenær fæ ég notendanafn fyrir nýja kerfið? Allir þeir sem sóttu um aðgang með því að fylla út þar til gert eyðublað fyrir 28. apríl fá sendar aðgangsupplýsingar 9. maí.
19 Ég sótti um aðgang að kerfinu eftir 28. april eða á eftir að gera það. Hvað geri ég til að fá aðgang? Fylltu út eyðublaðið á https://landskerfi.is/kerfin/innleiding-almaprimo-ve/nyskraning-starfsmanns-i-alma
20 Hvenær verður nýja kerfið opnað? Kerfið var opnað mánudaginn 13. júní 2022 kl. 13.50.
21 Hvað mun nýja kerfið heita? Gegnir og leitir.is 
22 Flyst útlánasaga yfir í nýja kerfið? Nei. Virk útlán og útistandandi skuldir flytjast yfir í nýja kerfið en engin útlána- eða skuldasaga.
23 Verður hægt að skila í gegnum "ótengd útlán"? Já, það er hægt, en það má ekki raða efninu upp í hillu. Það er mikil villuhætta ef sama eintak fer aftur í lán til annars lánþega.
24 Hvenær er hægt að prófa að tengja sjálfsafgreiðsluvélar við Alma. (Til að tryggja að þær muni virka rétt strax við opnun nýs kerfis) Þetta verður að gerast á tímabilinu 24. - 30. maí.
25 Hvenær verður hægt að setja nýjar bækur inn í nýja kerfið (tengja eintök) ? Kennsla á aðföng ("tengja eintök") hefst fljótlega eftir opnun kerfisins, en þó ekki alveg fyrstu dagana. Aðal-markhópurinn í júní eru almenningssöfn. Gert er ráð fyrir leiðbeiningum, myndböndum og fjarnámskeiðum.
26 Hvað með skiladaga og sektir á meðan kerfið er lokað? Var öllu framlengt? Nýja kerfið reiknar skiladagana upp á nýtt miðað við útlánareglurnar. Lokunardagar voru stilltir til og með 13. júní fyrir öll söfn. Engar sektir reiknast á lokunartímabilinu.
27 Hvenær má senda inn skrár fyrir ótengd útlán? Það þarf að bíða eftir grænu ljósi frá Landskerfi. Nánari upplýsingar verða sendar út á póstlistann þegar nær dregur.
28 Prentun bókamiða: Get ég notað sama miðaprentara? Get ég fengið sams konar miða og áður? Söfnin nota áfram sína miðaprentara og þau nota áfram sitt útlit á miðunum. Leiðbeiningar um uppsetningu á miðaprenturum eru í vinnslu.

 

horizontal

fblikebutton_dynamic_block