Main content
main

Nýr starfsmaður hjá Landskerfinu
07.05.2019
Helgi Steindal bókasafns- og upplýsingafræðingur er kominn til starfa hjá Landskerfi bókasafna og mun sinna verkefnum tengdum daglegum rekstri Gegnis og innleiðingu nýs bókasafnskerfis. Hann starfaði sem bókavörður á Bókasafni Akraness frá árinu 2006. Þar á undan starfaði Helgi á Ljósmyndasafni Akraness og Héraðsskjalasafni Akraness. Helgi er með BA gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði.
horizontal
print-links
