Main content
main
Aðalfundur 2009
Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. var haldinn 4. júní 2009. Störf fundarins voru með hefðbundnum hætti. Á fundinn mættu fulltrúar 9 hluthafa sem eiga samanlagt 83,6% hlutafjár í félaginu. Í skýrslu stjórnar var m.a. fjallað um niðurstöður forgreiningarverkefnis um samþætta leitarvél fyrir Ísland. Verkefnið var unnið í samstarfi við Konunglega bókasafnið og Tækniháskólann í Kaupmannahöfn. Skýrsla stjórnar og fundargerð aðalfundar verður birt á heimsíðu félagsins á næstu dögum.
Stjórn síðasta starfsárs var endurkjörin á fundinum. Í stjórn sita Anna Torfadóttir borgarbókavörður, Hörður Sigurgestsson fyrrverandi forstjóri, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður og Karl Guðmundsson bæjarritari Akureyrarbæjar. Varamenn eru Hulda Björk Þorkelsdóttir forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar og Eiríkur Þorláksson, sérfræðingur á skrifstofu menningarmála hjá menntamálaráðuneytinu.
Stjórnin hefur kjörið Hörð Sigurgestsson sem formann sinn.