2

Main content

main

Landskerfi bókasafna kaupir Primo hugbúnaðinn

Á dögunum undirritaði Landskerfi bókasafna samning við Ex Libris um kaup á Primo hugbúnaðinum. Hugbúnaðurinn verður notaður til þess að koma á laggirnar Samþættri leitargátt fyrir Ísland, þar sem hægt verður, í fyrsta áfanga, að leita samtímis í gegnum eina tölvugátt, í Gegni og stafrænu íslensku efni bókasafna.

Innleiðing Primo verður unnin í samstarfi við Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn, Ex Libris í Hamborg og aðildarsöfn Gegnis.

Áætlanir gera ráð fyrir að beta útgáfa af Samþættri leitargátt fyrir Ísland líti dagsins ljós snemma á árinu 2011.

Nánari upplýsingar um Primo hugbúnaðinn má finna á heimasíðu Ex Libris.
 

horizontal

fblikebutton_dynamic_block