Main content
main
Útgáfa 22 og niðurstöður Rafgagnahóps
09.05.2014
Á notendaráðstefnu Aleflis sem haldin var í Þjóðarbókhlöðu 9. maí sögðu starfsmenn Landskerfis bókasafna frá vinnu við útgáfu 22 af Gegni og fóru yfir helstu nýjungar og tímasetningar varðandi innleiðinguna sem verður nú í maí.
Einnig var fjallað um gerð nýrra skýrslna um tölfræði vegna Gegnis, vefjanna leitir.is og gegnir.is og rafræns efnis.
Kynntar voru niðurstöður Rafgagnahóps sem sem stofnaður var til þess að skýra verklag við meðhöndlun rafræns efnis í Gegni og leitir.is. Helstu niðurstöður hópsins eru tillögur um meðhöndlun lýsigagna, og einn leitargluggi og endurhönnun á framsetningu upplýsinga í leitir.is.