2

Main content

main

Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2014

Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. var haldinn 13. maí 2014. Störf fundarins voru með hefðbundnum hætti. Á fundinn mættu fulltrúar 8 hluthafa sem eiga samanlagt 77,98% hlutafjár í félaginu.

Hér má nálgast skýrslu stjórnar fyrir síðasta starfsár og fundargerð aðalfundar.

Í stjórn félagsins fyrir starfsárið 2014-2015 voru kjörin: Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri forsetaembættisins, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, Karl Guðmundsson verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ og Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður. Varamenn eru: Halldóra Jónsdóttir forstöðumaður Bókasafns Akranessbæjar og Eiríkur Þorláksson, sérfræðingur á skrifstofu menningarmála hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Hulda Björk Þorkelsdóttir sem verið hefur varamaður í stjórn Landskerfsins allt frá árinu 2002 gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Henni eru þökkuð góð störf í þágu félagsins á umliðnum árum.

Stjórnin hefur kjörið Árna Sigurjónsson sem formann sinn.

horizontal

fblikebutton_dynamic_block