2

Main content

main

Mannauðsstefna Landskerfis bókasafna hf.

Landskerfi bókasafna hf. (LB) rekur upplýsinga- og skráningarkerfi fyrir bókasöfn og eftir atvikum önnur söfn á Íslandi og veitir þeim tengda sérfræðiþjónustu. Fyrirtækið er árangursdrifið og kappkostar að veita sem besta þjónustu og að vera í fararbroddi hvað varðar kerfislausnir fyrir söfn og þjónustuþega þeirra.

Markmið mannauðsstefnunnar er að tryggja að hjá Landskerfi bókasafna starfi hæft og ánægt starfsfólk sem veitir góða þjónustu. Frumkvæði starfsmanna til að veita góða þjónustu og vilji til að tileinka sér nýtjungar er lykilþáttur í árangri fyrirtækisins.

Samskipti og stjórnun

 • LB er fyrirtæki sem einkennist af góðu samstarfi starfsmanna og stjórnenda, sanngirni og jafnrétti. Einelti á  vinnustað er ekki liðið.
 • Samskipti innan sem utan fyrirtækisins skulu einkennast af heilindum, góðum liðsanda og gagnkvæmri virðingu fyrir framlagi annarra.
 • LB leitast við að vera fjölskylduvænn vinnustaður þar sem starfsfólk getur samræmt starfs- og fjölskylduábyrgð.

Ráðningar og hæfni starfsmanna

 • LB nær ekki markmiðum sinum nema með tilstyrk hæfra starfsmanna.
 • LB vill vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem starfsmenn fá stuðning til að eflast og þroskast i starfi um leið og þeir vinna í þágu almennings og safna landsins.
 • Við ráðningar er byggt á málefnalegum sjónarmiðum um leið og leitast er við að jafna kynjahlutfall i starfsmannahópnum. Gerður er skriflegur ráðningarsamningur við hvern starfsmann.
 • LB vill að starfsmenn geti nýtt hæfileika sína í þágu fyrirtækisins og þjónustuþega þess.

Fræðsla og þjálfun

 • Starfsmenn LB miðla hver öðrum af sérþekkingu sinni þegar á þarf að halda.
 • Tekið er vel á móti nýju starfsfólki. Það er sameiginleg ábyrgð allra starfsmanna að þjálfa nýliða á vinnusstaðnum.
 • LB stuðlar að því að starfsmenn skiptist á að fara á fræðslufundi og ráðstefnur tengdar þeim kerfum sem LB rekur, til að tileinka sér kerfisnýjungar og auka við færni sina.
 • LB vill styðja við starfsmenn til að auka faglega og persónulega hæfni sína. Starfsmannasamtöl eru vettvangur til að fara yfir fræðsluþarfir starfsmanns.

Launakjör og endurgjöf

 • Starfslýsingar eru gerðar fyrir hvert starf og eru endurskoðaðar að minnsta kosti annað hvert ár. Með starfslýsingu gerir starfsmaðurinn sér grein fyrir hlutverki sinu og ábyrgð, tilgangi starfsins og helstu verkþáttum þess.
 • Starfsmannasamtöl skulu fara fram árlega. Starfsmannasamtalið er tæki starfsmanns til að hafa áhrif á eigið starf og starfsþróun. Samtalið gerir stjórnandanum kleift að vinna með starfsmanninum að betri árangri og veita honum endurgjöf og hvatningu.
 • LB ætlast til að starfsmenn skili verkum sínum af samviskusemi og eftir bestu getu.
 • Starfskjör og vinnutími eru ákveðin á grundvelli ráðningarsamnings og með hliðsjón af kjarasamningum en LB leitast við að bjóða starfsfólki sinu eftirsóknarverð kjör.
 • Hyggist starfsmenn taka að sér launuð aukastörf eða sinna sjálfstæðum rekstri ber þeim að hafa um það samráð við framkvæmdastjóra.

 

Þessi starfsmannastefna er samþykkt af stjórn Landskerfis bókasafna hf. þann 24. maí 2013 og var hún mótuð af stjórn og framkvæmdastjóra að höfðu samráði við starfsmenn félagsins. Stefnunni er ætlað að vera leiðarljós i mannauðsmálum Landskerfis bókasafna en felur ekki í sér formlegar skuldbindingar.

 

horizontal

fblikebutton_dynamic_block