Main content
Fréttir
main
Telma Rós hélt erindi um leitir.is á fundi bókasafnsvarða í framhaldsskólum sem haldinn var í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ þann 8. apríl. Þar útskýrði hún meðal annars hvernig nemendur framhaldsskóla geta leitað í safnkosti síns safns í gegnum leitir.is en þar er um nýmæli að ræða. Telma Rós kom inn á margt fleira áhugavert í kynningu sinni og voru undirtektir mjög góðar.
Gegnir hefur verið opnaður að nýju eftir kerfisuppfærslu. Að þessu sinnu var verið að setja upp þjónustupakka. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að lagfæra villur og auka öryggi kerfisins. Það þarf að uppfæra undirliggjandi kerfi og bæta við og breyta grunntöflum í kerfinu ásamt því taka í notkun nýja virkni.
Upptökur frá fræðslu- og umfræðufundi skrásetjara sem haldinn var 15. mars eru komnar á síðu skráningarráðs.
Á fundinum flutti Telma Rós Sigfúsdóttir erindið Skyggnst bak við tjöldin, Gunnhildur Björnsdóttir hélt erindi um Tímarit í Skemmunni og erindi Hallfríðar Hr. Kristjánsdóttur bar heitið Skráning - ofskráning.
Vegna kerfisvinnu verða starfmannaaðgangur Gegnis og gegnir.is lokaðir frá kl. 22:00 þriðjudagskvöldið 19. mars og fram eftir degi miðvikudaginn 20. mars. Á meðan á lokun stendur verður gegnir.is vísað yfir á leitir.is. Það verður hægt að leita á leitir.is en upplýsingar og þjónustur verða takmarkaðar. Lokað verður fyrir innskráningu, millisafnalán og frátektir. Einnig verður ekki mögulegt að sjá upplýsingar um staðsetningu og stöðu eintaka.
Leit í flipanum “Greinar í landsaðgangi” verður aðgengileg.
Tölfræði fyrir Gegni vegna ársins 2012 er nú aðgengileg á þjónustuvef Landskerfis bókasafna, sjá Talnagögn um árið 2012.
Útlán drógust töluvert saman á milli áranna 2011 og 2012 eða um 4.3%. Þessi samdráttur hófst árið 2010 en fram að þeim tíma var aukning útlána á milli ára umtalsverð. Erfiðara er að túlka tölur um fjölgun eintaka og titla þar sem þessar tölur hækka alla jafnan á milli ára. Þó er ljóst að skráðum titlum fjölgar hlutfallslega meira en undanfarin ár. Óhætt er að fullyrða að það skýrist af því að bókfræðifærslum fyrir...
Nýr þjónustupakki hefur verið settur upp fyrir leitir.is. Meðal helstu nýjunga sem að notanda snúa má nefna:
• | Hægt er skrá sig inn beint úr flipunum "notendaumfjöllun" og "staðsetning & frátektir" (þegar smellt hefur verið á plúsinn) |
• | Stikan "Velja bókasafn" fylgir með þegar skrunað er niður safnalistann undir "staðsetning og frátektir" |
• | Hægt er að stökkva á ákveðna síðu leitarniðurstaðna (efst/neðst til |
Vefurinn leitir.is verður lokaður hluta úr degi mánudaginn 25. febrúar, frá kl. 8 að morgni og eitthvað framyfir hádegið. Á meðan á lokuninni stendur verður hægt að nota gegnir.is.
Athygli er vakin á nýjum leiðbeiningum á leiðbeiningasíðunni á leitir.is en þær eru:
• | Leitarmöguleikar |
• | Rafræn hilla |
• | Vista leit |
• |
Fundargerð Skráningaráðs Gegnis frá 69. fundi sem haldinn var 12. desember síðastliðinn er nú aðgengileg á síðu skráningarráðs.