Main content
Fréttir
main
Rafrænt efni á gegnir.is hefur nú verið gert sýnilegra en áður var. Í niðurstöðulista birtist sérstakt tákn ef rafrænn aðgangur að efninu er í boði. Einnig er tengill í leit að rafrænu efni á forsíðu gegnir.is og hægt er að afmarka við efnistegundina ‘Rafrænt efni’ í ítarleit. Athugið þó að rafrænt efni getur jafnframt verið aðgengilegt prentað á ýmsum bókasöfnum.
Gegnir hefur nú opnað aftur í kjölfar kerfisvinnu, sem laut að lyklun á bókfræðigrunni Gegnis ásamt umfangsmiklum lagfæringum á bókfræðifærslum í Gegni.
Lagfæringar á bókfræðifærslum bæta vinnuumhverfi skrásetjara. Sviðum sem ekki eru lengur nauðsynleg var eytt út, einnig var bætt inn atriðum sem vantaði í bókfræðifærslunar. Við lagfæringuna fækkar villuboðum í kerfinu og þau sem eftir standa verða marktæk.
Bókfræðigrunnur Gegnis er lyklaður einu sinni á ári með það að leiðarljósi að að gera leitir í gagnagrunninum skilvirkari...
Vegna kerfisvinnu verður Gegnir lokaður helgina 23. - 24. janúar næstkomandi. Kerfinu verður lokað eftir hefðbundinn opnunartíma safnanna, kl. 19:15 föstudagskvöldið 22. janúar. Áætlað er að kerfið verði opnað aftur kl. 18.00 á sunnudaginn, 24. janúar.
Lokunin nær bæði til gegnir.is og starfsmannaaðgangs Gegnis, auk sjálfsafgreiðsluvéla. Söfnunum sem eru með opið um helgina er bent á að nota ótengd útlán.
Ástæða kerfisvinnunnar er lyklun á bókfræðigrunni Gegnis ásamt umfangsmiklum lagfæringum á bókfræðifærslum í Gegni. Þessi...
Neðst á heimasíðu Landskerfis bókasafna, er að finna "RSS fréttir". Hér getur þú gerst áskrifandi að fréttum sem settar eru inn á heimasíðu Landskerfis bókasafna. Í hvert skipti sem ný frétt er sett á heimasíðuna birtist hún í þínum RSS lesara.
Skráningaráð hélt fimmtugasta fund sinn þann 9. desember síðastliðinn. Fundargerð fundarins er aðgengileg á síðu skráningarráðs.
Starfsmenn Landskerfis bókasafna óska samstarfsfólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem senn er liðið.
Skrifstofa Landskerfis bókasafna verður lokuð 24. og 31. desember.
Á dögunum undirritaði Landskerfi bókasafna samning við Ex Libris um kaup á Primo hugbúnaðinum. Hugbúnaðurinn verður notaður til þess að koma á laggirnar Samþættri leitargátt fyrir Ísland, þar sem hægt verður, í fyrsta áfanga, að leita samtímis í gegnum eina tölvugátt, í Gegni og stafrænu íslensku efni bókasafna.
Innleiðing Primo verður unnin í samstarfi við Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn, Ex Libris í Hamborg og aðildarsöfn Gegnis.
Áætlanir gera ráð fyrir að beta útgáfa af Samþættri leitargátt fyrir Ísland...
Nú má skoða glærur og hljóðupptökur frá fræðslufundi skrásetjara sem haldinn var 4. desember á síðu skráningarráðs.
Fertugasta og níunda fundargerðs skráningarráðs hefur jafnframt verið sett inn á síðuna.
Fertugasta og áttunda fundargerð skráningaráðs, frá 7. október er komin á síðu skráningarráðs.