2

Main content

Fréttir

main

Umsóknarfrestur um störf hjá Landskerfi bóksafna hf. rennur út næstkomandi mánudag 19. mars. Kynntu þér auglýsingu um störfin.
 

Landskerfi bókasafna auglýsti í helgarblöðum Frétta- og Morgunblaðsins eftir dugmiklum starfsmönnum til starfa við leitir.is og Gegni. Auglýsinguna má lesa á vef Morgunblaðsins.

Ísafjarðarbær og Bolungarvíkurkaupsstaður hafa gengið til liðs við Landskerfið. Á vegum Ísafjarðarbæjar eru rekin tvö bókasöfn, Bæjar- og héraðsbókasafnið Ísafirði og Skólasafn Grunnskólans á Ísafirði. Bolungarvíkurkaupstaður rekur Bókasafn Bolungarvíkur. Háskólasetur Vestfjarða er einnig nýtt Gegnissafn.

Fundargerðir Skráningarráðs Gegnis frá 64. og 65. fundi eru nú aðgengilegar á síðu skráningarráðs.

Í tilvikum þegar til eru nokkrar mismunandi útgáfur fyrir sama rit eru þær sameinaðar í einni færslu sem birtist í leitarniðurstöðum. Til að skoða eintök, biðja um frátekt og birta fulla færslu þarf að smella á hnappinn.

Skoða útgáfur en við það opnast færslur fyrir allar útgáfur viðkomandi rits.

Starfsmenn Landskerfis bókasafna óska samstarfsfólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Nú er hægt að skoða upptöku frá námskeiði í notkun á leitir.is .

Námskeiðið var tekið upp í Þjóðarbókhlöðu 6. desember 2011 og er upptakan um tvær klukkustundir að lengd.
 

Fundargerð Skráningaráðs Gegnis frá 63. fundi er nú aðgengileg á síðu skráningarráðs.

Greinargerð um söfnun tölulegra upplýsinga úr bókfræðigrunni Gegnis fram til loka árs 2010 er tilbúin. Þetta er sambærileg samantekt og tekin hefur verið saman síðastliðin tvö ár undir sama heiti "Tölur úr bókfræðigrunni Gegnis - Greinargerð um söfnun og úrvinnslu tölulegra upplýsinga til ársloka 20XX”. Tölfræðin tekur til heildarskráningar í bókfræðigrunninn án tillits til einstakra aðildarsafna. Greinargerðin er afrakstur samstarfs Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Landskerfi bókasafna hf. Nálgast má greinargerðirnar á slóðinni...