2

Main content

Fréttir

main

Nú er hægt að beina leit af gegnir.is inn í Samþætta leitargátt fyrir Ísland. Þetta er gert með því að haka við Leit í Samþættri leitargátt fyrir Ísland - NÝTT undir leitarglugganum á gegnir.is. Við það flyst leitin yfir í Samþætta leitargátt sem birtir niðurstöðurnar.

 

 

 

Fundargerð Skráningaráðs Gegnis frá 58. fundi er nú aðgengileg á síðu skráningarráðs.

Sett hefur verið upp Z39.50 tenging við danska gagnagrunninn DANBIB, þar sem hægt er að “veiða” bókfræðifærslur ókeypis. Með þessari viðbót er nú mögulegt að sækja færslur frá öllum Norðurlöndunum án endurgjalds. Leiðbeiningar um flutning á færslum er að finna í Handbók skrásetjara [og á þjónustuvef Landskerfis bókasafna].

 

 

 

 

 

Á vefsíðu fyrir Samþætta leitargátt fyrir Ísland gefst nú tækifæri til þess að hafa áhrif á frekari þróun leitarvefsins með því að taka þátt í könnun.

Prófunaraðgangur að Samþættri leitargátt fyrir Ísland hefur verið opnaður á slóðinni beta.gegnir.is

Vefurinn er enn í vinnslu og mun taka breytingum á komandi vikum og mánuðum. Samþætt leitargátt fyrir Ísland veitir aðgang á einum stað að fjölbreyttum safnkosti bókasafna á Íslandi ásamt efni valinna sérsafna. Kerfið veitir upplýsingar um safnkost og aðgang að rafrænu efni hvort sem um er að ræða texta eða myndrænt efni. Í prófunarútgáfu verður boðið upp á efni úr Gegni, Tímarit.is, Skemman.is og Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Fljótlega...

Vegna mikillar eftirspurnar á kynningu á SFX krækjukerfinu fyrir almennings- og framhaldsbókasöfn hefur verið ákveðið að endurtaka kynninguna þriðjudaginn 8. mars kl. 13:30 - 15:30. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Birgir Björnsson, umsjónamaður hvar.is, Sigrún Hauksdóttir og Telma Rós Sigfúsdóttir frá Landskerfi bókasafna hf. auk Þóru Gylfadóttur frá Bókasafni Háskólans í Reykjavík. Námskeiðsskráning fer fram á vef Landskerfis bókasafna.

Mikill áhugi reyndist vera til staðar á kynningu á SFX krækjukerfinu fyrir almennings- og framhaldsbókasöfn, sem Landskerfi bókasafna heldur 28. febrúar í samvinnu við Landsaðgang og Bókasafn Háskólans í Reykjavík. Markmið kynningarinnar er að kynna hvernig nota má SFX kerfið til að krækja í gögn í Landsaðgangi um rafræna gagnagrunna og tímarit, hvar.is. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að endurtaka kynninguna síðar. Nánari upplýsingar verða sendar út á póstlistann þegar nær dregur.

Hafin er vinna við uppfærslu Gegnis úr útgáfu 18 í útgáfu 20. Vinnan fer fram í prófunarumhverfi Gegnis og hefur því ekki áhrif á daglegan rekstur kerfisins. Áætlanir gera ráð fyrir að uppfærsla í raunumhverfi fari fram í viku 33 eða dagana 15.-19. ágúst næstkomandi. Gera má ráð fyrir að Gegnir verði lokaður að mestu á meðan á uppfærslunni stendur. Nánari upplýsingar verða sendar út á póstlista Landskerfis á næstu vikum.

Tölfræði fyrir Gegni vegna ársins 2010 er nú aðgengileg á þjónustuvef Landskerfis bókasafna, sjá Talnagögn um árið 2010. Þegar litið er á heildartölur fyrir Gegni sést jafn vöxtur kerfisins þótt heldur hafi hægt á fjölgun útlána.