Main content
Fréttir
main
Þessa dagana stendur yfir kerfisleg uppfærsla Gegnis í útgáfu 20. Bókasafnskerfið, þ.e.a.s. starfsmannaðgangur Gegnis og leitarvefurinn gegnir.is eru lokuð á meðan á uppfærslunni stendur, en stefnt er að því að kerfið verði opnað á nýju fimmtudaginn 18. ágúst.
Samþætt leitargátt fyrir Ísland, beta.gegnir.is, er opin en hafa ber í huga að leitirnar á beta.gegnir.is eru takmarkaðar við bókfræðiupplýsingar.
Í haust og vetur verður boðið upp á kynningar og námskeið fyrir starfsmenn aðildarsafna Gegnis.
Námskeiðsáætlunin, ásamt lýsingu á námskeiðunum liggur nú fyrir. Hægt er að skrá sig á námskeið haustsins á vef Landskerfis bókasafna.
Fundargerð Skráningaráðs Gegnis frá 61. fundi er nú aðgengileg á síðu skráningarráðs.
Á umliðnum vikum hefur verið unnið úr ýmsum athugasemdum sem okkur hafa borist frá notendum. Jafnframt hefur verið tekinn upp þjónustupakki frá framleiðanda. Stutt yfirlit yfir helstu viðbætur er að finna á Spurt og svarað.
Fundargerð Skráningaráðs Gegnis frá 60. fundi er nú aðgengileg á síðu skráningarráðs.
Á aðalfundi 25. maí síðastliðinn var samþykkt breyting á samþykktum Landskerfis bókasafna. Tilgangur félagsins er nú skilgreindur með eftirfarandi hætti: „að reka upplýsinga- og skráningarkerfi fyrir bókasöfn og eftir atvikum önnur söfn á Íslandi og veita þeim tengda sérfræðiþjónustu“. Hægt er að lesa sér til um þessi breytingu og margt fleira í skýrslu stjórnar 2011.
Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. var haldinn 25. maí 2011. Störf fundarins voru með hefðbundnum hætti. Á fundinn mættu fulltrúar 6 hluthafa sem eiga samanlagt 76,71% hlutafjár í félaginu.
Hér má nálgast fundargerð aðalfundar. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár er væntanleg á vefinn.
Stjórn félagsins var endurkjörin á fundinum. Starfsárið 2011-2012 sitja því í stjórn: Anna Torfadóttir borgarbókavörður, Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri...
Svör við ýmsum ábendingum og athugasemdum varðandi þróun á Samþættri leitargátt fyrir Ísland eru birt hér á vefnum, sjá Spurt og svarað.
Fundargerð Skráningaráðs Gegnis frá 59. fundi er nú aðgengileg á síðu skráningarráðs.