Main content
Fréttir
main
Aukaaðalfundur Landskerfis bókasafna hf. var haldinn 8. nóvember 2012. Til fundarins var boðað til að kjósa einn aðalmann í stjórn og tvo varamenn. Á fundinn mættu fulltrúar 5 hluthafa sem eiga samanlagt 77,16% hlutafjár í félaginu.
Hér má nálgast fundargerð aukaaðalfundar.
Aðalmaður í stjórn var kjörin Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður og varamenn Hulda Björk Þorkelsdóttir forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar og Eiríkur Þorláksson, sérfræðingur á skrifstofu...
Gengið hefur verið frá skipan í skráningarráð Gegnis á þessu hausti. Eftirtaldar taka setu í ráðinu: Árný Sveina Þórólfsdóttir starfsmaður Bókasafns Hafnarfjarðar, Rósa S. Jónsdóttir forstöðumaður bókasafns Orkustofnunar, Sigrún Jóna Marelsdóttir frá Landsbókasafni - Háskólabókasafni auk Þóru Sigurbjörnsdóttir frá Borgarbókasafni.
Á Landsfundi Upplýsingar 27. september var stutt frásögn af leitir.is. Skoða má glærurnar á Leitir.is í nútíð og framtíð.
Bókasafn Skagastrandar og Menntaskólinn að Laugarvatni eru ný aðildarsöfn Gegnis. Þau er boðin velkomin.
Gerðar hafa verið breytingar á innskráningu í leitir.is. Almennir notendur skrá sig inn með sama hætti og áður. Þeir notast við sjálfgefnu stillinguna undir „Háskólar:" og þurfa ekki að velja úr felliglugganum sem þar er í boði. Nemendur og starfsfólk háskóla munu þurfa að velja skólann sinn til að hafa aðgang að rafrænum séráskriftum þegar þau eru utan háskólasvæðisins.
Sjá leiðbeiningar á Innskráning. Notandanafn og lykilorð í leitir.is er það sama og í gegnir.is
Prentuð hafa verið bókamerki til kynningar á leitir.is. Dreifing þeirra til bókasafna er hafin.
Í haust og vetur verður boðið upp á kynningar og námskeið fyrir starfsmenn aðildarsafna Gegnis.
Námskeiðsáætlunin, ásamt lýsingu á námskeiðunum liggur nú fyrir. Hægt er að skrá sig á námskeið haustsins á vef Landskerfis bókasafna, Fræðsla - Skráning.
Okkur á skrifstofu Landskerfis bókasafna hefur nú borist kærkominn liðsauki. Það er Ásdís Huld Helgadóttir sem hefur tekið við starfi þjónustustjóra. Ásdís er menntuð sem bókasafns- og upplýsingafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður á Bókasafni Hafnarfjarðar þar sem hún hafði umsjón með tölvu- og tæknimálum auk þess að sinna vefumsjón og upplýsingaþjónustu. Við bjóðum Ásdísi innilega velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins!
Á dögunum birtist grein um leitir.is í Bókasafninu. Greinin leitir.is og þér munuð finna er einnig aðgengileg á vef Landskerfis bókasafna.