2

Main content

Fréttir

main

Starfsmenn Landskerfis bókasafna óska samstarfsfólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Upptaka frá fræðslufundi skrásetjara hefur verið gerð aðgengileg á síðu Skráningarráðs.

Tilkynnt hefur verið um andlát Önnu Torfadóttur fyrrum borgarbókavarðar. Anna sat í stjórn Landskerfis bókasafna hf. nánast frá upphafi þess eða frá árinu 2002 til haustsins 2012. Hún átti mjög stóran þátt í uppbyggingu félagsins á tímabilinu. Hennar er nú sárt saknað. Aðstandendum Önnu vottum við okkar dýpstu samúð.

Á meðal nýjunga í nýrri útgáfu: Undir „Fleiri möguleikar“ í leitarniðurstöðum er hægt að þrengja leit með því að velja marga flokka og /eða sleppa flokkum, bæta heilli síðu úr leitarniðurstöðum í rafræna hillu, gera „Like“ við færslur á Facebook og síðast en ekki síst er hægt að skrá sig inn, endurnýja gögn og taka frá á nýjum farsímavef.

Listar yfir tímarit sem eru eða hafa verið greiniskráð í Gegni og tímarit sem koma út á árinu 2012 hafa nú verið gerðir aðgengilegir á heimasíðu Landskerfis bókasafna.

 

Aukaaðalfundur Landskerfis bókasafna hf. var haldinn 8. nóvember 2012. Til fundarins var boðað til að kjósa einn aðalmann í stjórn og tvo varamenn. Á fundinn mættu fulltrúar 5 hluthafa sem eiga samanlagt 77,16% hlutafjár í félaginu.

Hér má nálgast fundargerð aukaaðalfundar.

Aðalmaður í stjórn var kjörin Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður og varamenn Hulda Björk Þorkelsdóttir forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar og Eiríkur Þorláksson, sérfræðingur á skrifstofu...

Gengið hefur verið frá skipan í skráningarráð Gegnis á þessu hausti. Eftirtaldar taka setu í ráðinu: Árný Sveina Þórólfsdóttir starfsmaður Bókasafns Hafnarfjarðar, Rósa S. Jónsdóttir forstöðumaður bókasafns Orkustofnunar, Sigrún Jóna Marelsdóttir frá Landsbókasafni - Háskólabókasafni auk Þóru Sigurbjörnsdóttir frá Borgarbókasafni.

Á Landsfundi Upplýsingar 27. september var stutt frásögn af leitir.is. Skoða má glærurnar á Leitir.is í nútíð og framtíð.

Bókasafn Skagastrandar og Menntaskólinn að Laugarvatni eru ný aðildarsöfn Gegnis. Þau er boðin velkomin.