Main content
Fréttir
main
Athygli er vakin á nýjum leiðbeiningum á leiðbeiningasíðunni á leitir.is en þær eru:
• | Leitarmöguleikar |
• | Rafræn hilla |
• | Vista leit |
• |
Fundargerð Skráningaráðs Gegnis frá 69. fundi sem haldinn var 12. desember síðastliðinn er nú aðgengileg á síðu skráningarráðs.
Um leið og við óskum viðskiptamönnum okkar gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir liðið ár vekjum við athygli á því að gjaldskrá ársins 2013 er nú aðgengileg á heimasíðu félagsins.
Skrifstofa Landskerfis bókasafna verður lokuð á aðfangadag jóla og á gamlársdag. Rekstur skrifstofu verður með venjubundnu sniði þann 27. og 28. desember.
Starfsmenn Landskerfis bókasafna óska samstarfsfólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
Upptaka frá fræðslufundi skrásetjara hefur verið gerð aðgengileg á síðu Skráningarráðs.
Tilkynnt hefur verið um andlát Önnu Torfadóttur fyrrum borgarbókavarðar. Anna sat í stjórn Landskerfis bókasafna hf. nánast frá upphafi þess eða frá árinu 2002 til haustsins 2012. Hún átti mjög stóran þátt í uppbyggingu félagsins á tímabilinu. Hennar er nú sárt saknað. Aðstandendum Önnu vottum við okkar dýpstu samúð.
Á meðal nýjunga í nýrri útgáfu: Undir „Fleiri möguleikar“ í leitarniðurstöðum er hægt að þrengja leit með því að velja marga flokka og /eða sleppa flokkum, bæta heilli síðu úr leitarniðurstöðum í rafræna hillu, gera „Like“ við færslur á Facebook og síðast en ekki síst er hægt að skrá sig inn, endurnýja gögn og taka frá á nýjum farsímavef.
Listar yfir tímarit sem eru eða hafa verið greiniskráð í Gegni og tímarit sem koma út á árinu 2012 hafa nú verið gerðir aðgengilegir á heimasíðu Landskerfis bókasafna.