Main content
Fréttir
main
Námskeiðsáætlun Landskerfis bókasafna fyrir starfsmenn aðildarsafna Gegnis hefur verið uppfærð. Meðal breytinga má nefna að dagsetningum nokkurra námskeiða hefur verið breytt. Námskeiðum sem er lokið birtast nú aftast í lista yfir námskeið.
Námskeiðsáætlunin, ásamt lýsingu á námskeiðunum liggur nú fyrir. Hægt er að skrá sig á námskeiðin á vef Landskerfis bókasafna, Fræðsla - Skráning.
Fundargerðir frá 111. til 140. fundi Efnisorðaráðs hafa verið settar á vef ráðsins.
Uppfærslu Gegnis í útgáfu 20 lauk fimmtudaginn 18. ágúst síðastliðinn.
Undirbúningur uppfærslunar hófst í nóvember 2010.
Hér er að finna samantekt um helstu þætti uppfærslunnar.
Uppfærslu Gegnis í útgáfu 20 er lokið.
Hér eru listuð helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar byrjað er að vinna í útgáfu 20.
Þessa dagana stendur yfir kerfisleg uppfærsla Gegnis í útgáfu 20. Bókasafnskerfið, þ.e.a.s. starfsmannaðgangur Gegnis og leitarvefurinn gegnir.is eru lokuð á meðan á uppfærslunni stendur, en stefnt er að því að kerfið verði opnað á nýju fimmtudaginn 18. ágúst.
Samþætt leitargátt fyrir Ísland, beta.gegnir.is, er opin en hafa ber í huga að leitirnar á beta.gegnir.is eru takmarkaðar við bókfræðiupplýsingar.
Í haust og vetur verður boðið upp á kynningar og námskeið fyrir starfsmenn aðildarsafna Gegnis.
Námskeiðsáætlunin, ásamt lýsingu á námskeiðunum liggur nú fyrir. Hægt er að skrá sig á námskeið haustsins á vef Landskerfis bókasafna.
Fundargerð Skráningaráðs Gegnis frá 61. fundi er nú aðgengileg á síðu skráningarráðs.
Á umliðnum vikum hefur verið unnið úr ýmsum athugasemdum sem okkur hafa borist frá notendum. Jafnframt hefur verið tekinn upp þjónustupakki frá framleiðanda. Stutt yfirlit yfir helstu viðbætur er að finna á Spurt og svarað.
Fundargerð Skráningaráðs Gegnis frá 60. fundi er nú aðgengileg á síðu skráningarráðs.