2

Main content

Fréttir

main

Fræðslufundur skrásetjara Gegnis verður haldinn föstudaginn 26. nóvember 2010 kl. 9:30 - 12:30 í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu.

Vekjum einnig athygli á að fundargerð Skráningaráðs Gegnis frá 55. fundi er nú aðgengileg á síðu skráningarráðs.

Listi yfir námskeið vetrarins hefur verið endurskoðaður lítillega. Kynnið ykkur á málið á Uppfærð námskeiðsáætlun. Námskeiðsskráning fer fram á vef Landskerfis bókasafna.

Vakin er athygli á því að núverandi útgáfa af Gegni, útgáfa 18 styður ekki Windows 7 stýrikerfið. Næsta útgáfa af kerfinu, útgáfa 20 verður Windows 7 samhæfð.

Teknar hafa verið saman upplýsingar um nýjan millisafnalánaþátt í Gegni en hann var innleiddur á dögunum. Nýi millisafnalánaþátturinn leysir af hólmi eldri kerfisþátt og gerir lán á milli safna í Gegni mun auðveldari en í fyrri kerfisþætti.

Fundargerð Skráningaráðs Gegnis frá 54. fundi er nú aðgengileg á síðu skráningarráðs.

Landskerfi bókasafna leitar að starfskrafti á skrifstofuna. Sjá nánar Forritari óskast.

Á landsfundi Upplýsingar 17. - 18. september 2010, flutti Fanney Sigurgeirsdóttir starfsmaður Landskerfisins erindi sem hún kallaði "Hvað er framundan. Primo - Samþætt leitargátt fyrir Ísland".

Anna Sveinsdóttir frá Bókasafni Náttúrufræðistofnunar, Gunnhildur Loftsdóttir frá Bókasafni Seltjarnarness, Sigrún Jóna Marelsdóttir frá Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni og Þóra Sigurbjörnsdóttir frá Borgarbókasafni Reykjavíkur hafa verið skipaðar í Skráningarráð Gegnis fyrir starfsárið 2010 til 2011.

Landskerfi bókasafna skipar í ráðið að fengnum tilnefningum frá Alefli og Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni.

Skrifstofa Landskerfis bókasafna verður lokuð frá hádegi og frameftir degi mánudaginn 23. ágúst vegna jarðarfarar.