Main content
Fréttir
main
Um leið og við óskum samstarfsfólki og velunnurum okkar friðar á jólum og farsældar á nýju ári, vekjum við athygli á að skrifstofa Landskerfis bókasafna verður lokuð 24. og 31. desember.
Þökkum ánægjulega samvinnu á árinu sem er að líða.
Glærur frá fræðsludögum skrásetjara, þann 18. og 19. október síðastliðinn, eru nú aðgengilegar á síðu skráningarráðs á heimasíðu Landskerfis bókasafna.
Handbók skrásetjara Gegnis hefur verið færð í nýtt vefumsjónarkerfi. Nýi vefurinn auðveldar aðgang að efninu og gerir það sýnilegra. Merki handbókarinnar hannaði Hólmfríður Sóley Hjartardóttir vefstjóri. Auk hennar eru Hildur Gunnlaugsdóttir og Monika Magnúsdóttir í ritstjórn. Uppsetning kerfisins og ráðgjöf var í höndum Gunnars Grímssonar viðmótshönnuðar. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn heldur vefnum úti og styrkti þessa nýju gerð hans.
Skráningarhandbók Gegnis...
Til hægri á heimasíðunni er verkefnalisti Landskerfisins vegna ársins 2007 aðgengilegur. Hann hefur nú verið uppfærður þ.a. framgangur einstakra verkefna kemur þar fram.
Ýmis talnagögn um árið 2006 hafa nú verið sett á Þjónustuvef Landskerfisins. Söfn geta valið um fjölda ólíkra skýrslna er varða eintök og titla, útlán og lánþega.
Skráningaráð hefur samþykkt nýjar reglur um skráningu tölvugagna (CF), tungumálanámskeiða, hljóðbóka og samsettra gagna (MX). Reglurnar er að finna á síðu skráningarráðs á vef Landskerfis bókasafna.
Hugbúnaðarframleiðandinn Ex Libris mun kynna nýjasta flaggskip sitt, Primo í sal Þjóðminjasafns Íslands, þriðjudaginn 28.8. Fundurinn hefst kl. 9.30. Nánar má fræðast um fundinn í meðfylgjandi dagskrá.
Öllum er heimill aðgangur að kynningunni en nauðsynlegt er að skrá sig á hana fyrirfram. Skráning fer fram á heimasíðunni.
Skrifstofu Landskerfis bókasafna er nú að finna á 3. hæð í Borgartúni 37 (Nýherjahúsið). Símanúmer og netföng eru óbreytt frá því sem áður var.
Kennsla haustsins mun áfram fara fram í kennslustofu á 5. hæð.
Senn líður að hausti og að venju bjóðum við upp á námskeið í notkun Gegnis, bæði fyrir nýja starfsmenn og söfn og einnig þá sem lengra eru komnir.
Námskeiðsáætlunina er að finna í meðfylgjandi skjali.
Áhugasömum er bent á að skrá sig á námskeiðin á heimasíðunni.