2

Main content

Fréttir

main

Aðalfundur Rekstrarfélags Sarps var haldinn 18. maí síðastliðinn. Hér má nálgast skýrslu stjórnar sem flutt var á fundinum. Á fundinum var samþykkt tillaga stjórnar um stofnun þróunarsjóðs en honum er ætlað er að auðvelda félaginu að standa straum af kostnaði vegna kerfisþróunar, rekstrar og tilfallandi uppfærslna á  skráningar- og upplýsingakerfi menningarsögulegra gagna, Sarpur og sarpur.is. Fundargerð...
Dagbók Kidda klaufa : svakalegur sumarhiti

Vinsælustu bækurnar hjá aðildarsöfnum Gegnis 2016 voru Dagbækur Kidda klaufa sem trónuðu í sjö efstu sætunum í efnisflokkinum Bækur. Fremst meðal jafninga var Dagbók Kidda klaufa :...

Bókasafn Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit hefur bæst í hóp aðildarsafna Gegnis, en Hvalfjarðarsveit gerðist hluthafi í Landskerfi bókasafna 15. mars 2017.

Notendaráðstefna Aleflis verður haldin í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu miðvikudaginn 24. maí kl. 10 – 12. 

Skráðu þig hér á ráðstefnuna (þarf að vera innskráð /-ur á þjónustuvef LB).

Dagskrá:

kl. 10:00 – Setning
Hólmfríður Gunnlaugsdóttir formaður Aleflis
 
kl. 10:05 – Staða verkefnis um nýtt bókasafnskerfi
Sveinbjörg Sveinsdóttir
 
kl. 10:25 – Rafbókasafnið
...

Gegnir hefur verið opnaður að nýju eftir kerfisuppfærslu. Að þessu sinnu var verið að setja upp þjónustupakka. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að lagfæra villur og auka öryggi kerfisins. Það þarf að uppfæra undirliggjandi kerfi og bæta við og breyta grunntöflum í kerfinu ásamt því taka í notkun nýja virkni.

Vegna kerfisvinnu verður starfsmannaaðgangur Gegnis og sjálfsafgreiðsluvélar bókasafnanna lokaðar frá kl. 22:00 þriðjudagskvöldið 28. mars og fram eftir degi miðvikudaginn 29. mars.
 
Leitir.is verða að opnar en þjónustur verða takmarkaðar. Lokað verður fyrir innskráningu, millisafnalán og frátektir. Ekki verður heldur hægt að sjá upplýsingar um staðsetningu og stöðu eintaka.

Árlegur fræðslufundur skrásetjara var haldinn í Þjóðarbókhlöðu 17. mars 2017 og sóttu hann yfir 60 skrásetjarar. Á fundinum var fjallað um breytingar á meðferð rafrænna gagna, nýja skráningarþjónustu Landsbókasafns, lítil sérfræðibókasöfn, greiniskráningu, skrá yfir þýðingar íslenskra bókmenna á önnur tungumál auk þess sem Landskerfi var með nokkra fréttamola úr starfinu. Tengil í upptöku frá fundinum er að finna á  vefsíðu...

Á fræðslufundi skrásetjara sem haldinn var 17. mars 2017, kom fram að Landsbókasafn hefur hrint af stað nýrri þjónustu. Hún felst í því að safnið tekur að sér  að skrá safnkost fyrir smærri söfn þar sem aðföng eru lítil. Lengi hefur verið kallað eftir slíkri þjónustu og því er þetta fagnaðarefni. Allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu safnsins.

Rafbókasafnið

Rafbókasafnið hefur verið opnað á léninu http://rafbokasafnid.is / http://rafbókasafnið.is...