Main content
Fréttir
main
Notendaráðstefna Aleflis verður haldin föstudaginn 8. maí 2009 frá kl. 13.00 – 16.00, í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu. Að þessu sinni verður ráðstefnan tekin upp. Upptakan verður komin á vefinn um kl. 18.00 þann 8. maí og mun verða aðgengileg amk. í ár.
Þann 21. apríl 2009 var haldinn fræðslufundur skrásetjara, þar sem fjallað var um nýjungar tengdar skráningu og efnisorðum í Gegni. Skrásetjarar eru hvattir til þess að kynna sér glærur frá fundinum á síðu skráningarráðs.
Á fundi skrásetjara sem haldinn var í Þjóðarbókhlöðu í lok árs 2008 var ákveðið að endurskoða þyrfti vinnubrögð við skráningu og varðveislu á rafrænu efni. Í kjölfarið var auglýst eftir þátttakendum í tvo vinnuhópa þar sem annars vegar yrði fjallað um skráningu á rafrænu efni og hins vegar varðveislu á rafrænu efni. Báðir þessir hópar hafa nú tekið til starfa. Nánar má lesa sér til um vinnu hópanna á krækjunni Faghópar.
Námskeið um notkun á útlánaþætti Gegnis verður haldið í húsakynnum Landskerfis bókasafna miðvikudaginn 15. apríl kl. 9.00 - 12.00. Skráning fer fram á heimasíðu Landkerfis bókasafna, www.landskerfi.is undir Fræðsla.
Vegna kerfisvinnu getur samband við Gegni rofnað í stutta stund á tímabilinu kl. 22-22.30 fimmtudagskvöldið 2. apríl 2009. Þessa mun aðeins verða vart hjá notendum vefgáttar gegnir.is, enda bókasöfnin sjálf lokuð á þessum tíma.
Vegna kerfisvinnu verður Gegnir lokaður helgina 20. - 22. mars næstkomandi. Þessi lokun nær bæði til starfsmannaaðgangs Gegnis og gegnir.is.
Athygli skrásetjara í Gegni er vakin á því að hjálparefni um notkun Z39.50 við færsluveiðar í Gegni, er nú aðgengilegt á þjónustuvef undir Leiðbeiningar vegna útgáfu 18.
Vakin er athygli á því að starfsáætlun Landskerfis bókasafna fyrir árið 2009 hefur nú verið sett á heimasíðu félagsins.
Skráningarnámskeið í Gegni verður haldið dagana 25. - 27. febrúar 2009. Skráning fer fram á heimsíðu Landskerfis bókasafna.