2

Main content

Fréttir

main

Starfsmenn Landskerfis bókasafna óska samstarfsfólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem senn er liðið.

Skrifstofa Landskerfis bókasafna verður lokuð 24. og 31. desember.

Á dögunum undirritaði Landskerfi bókasafna samning við Ex Libris um kaup á Primo hugbúnaðinum. Hugbúnaðurinn verður notaður til þess að koma á laggirnar Samþættri leitargátt fyrir Ísland, þar sem hægt verður, í fyrsta áfanga, að leita samtímis í gegnum eina tölvugátt, í Gegni og stafrænu íslensku efni bókasafna.

Innleiðing Primo verður unnin í samstarfi við Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn, Ex Libris í Hamborg og aðildarsöfn Gegnis.

Áætlanir gera ráð fyrir að beta útgáfa af Samþættri leitargátt fyrir Ísland...

Nú má skoða glærur og hljóðupptökur frá fræðslufundi skrásetjara sem haldinn var 4. desember á síðu skráningarráðs.

Fertugasta og níunda fundargerðs skráningarráðs hefur jafnframt verið sett inn á síðuna.

Fertugasta og áttunda fundargerð skráningaráðs, frá 7. október er komin á síðu skráningarráðs.

Innleiðing SFX Classic krækjukerfisins er nú á lokastigi. Um er að ræða samstarfsverkefni Landskerfis bókasafna hf. og Landsaðgangs að rafrænum gagnasöfnum.

Landskerfi bókasafna leggur til krækjukerfið SFX Classic, Landsaðgangur og háskólabókasöfnin leggja til rafrænu tímaritaáskriftirnar sem nú eru aðgengilegar í krækjukerfinu.

Á vef Landsaðgangsins, hvar.is hefur verið sett upp krækjan Tímaritalisti A-Z (SFX). Nokkur háskólabókasöfn munu bjóða upp á sambærilega krækju á heimasíðu sinni, þar sem leita má samtímis í...

Í síðasta tölublaði Fregna (34. árg.-2. tbl) var birt greinin Landskerfi bókasafna hf. - pistill í lok sumars. Greinin var skrifuð í lok ágúst 2009.

Hægt er að lesa allan Fregni á heimsíðu Upplýsingar.

Athygli skrásetjara Gegnis er vakin á því að nú er hægt að veiða bókfræðifærslur ókeypis úr norska gagngrunninum Bibsys. Leitað er í biðlara Gegnis og færslurnar fluttar beint yfir í skráningarþátt. Leiðbeiningar um flutning á færslum er að finna á þjónustuvef Landskerfis bókasafna.

Fertugasta og sjöunda fundargerð skráningaráðs, frá 10. júní er komin á síðu skráningarráðs.

Nýtt skráningarráð hefur verið skipað og mun það sitja til hausins 2010. Í ráðinu sitja Þóra Sigurbjörnsdóttir frá Borgarbókasafni Reykjavíkur, Anna Sveinsdóttir frá Bókasafni Náttúrufræðistofnunar, Gunnhildur Loftsdóttir frá Bóksafni Seltjarnarness auk Sigrúnar Jónu Marelsdóttur frá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Nýtt skráningarráð er boðið velkomið til starfa.