2

Main content

Fréttir

main

Nú þegar Harpa Rós er farin í fæðingarorlof hefur okkur á skrifstofu Landskerfis bókasafna borist kærkominn liðsauki. Það er Telma Rós Sigfúsdóttir, kennari og bókasafnsfræðingur, sem ætlar að hlaupa í skarðið fyrir Hörpu. Telma vann áður á bókasafninu í Víkurskóla og þar áður á Birkeröd bibliotek í Danmörku. Helstu verkefni hennar hjá okkur verða að sinna þjónustubeiðnum frá bókasöfnum, taka þátt í uppfærslu kerfisins í útgáfu 16 og annast kennslu.

Nýlega voru dregnar út tölur úr Gegni um fjölda útgefinna bóka á íslensku fyrir hvert ár. Talningin nær til prentaðra bóka sem teljast einefnisrit (mónógrafíur), þ.e.a.s. ekki til tímarita, né heldur til rita sem ekki hafa neitt skráð útgáfuár. Fyrirvara verður að að því leyti að í einhverjum tilvikum kunna nýjar prentanir að vera taldar nýjar útgáfur. Talnagögnin ná til áranna 1540-2005 og er fjöldi útgefinna bóka á því tímabili 85.663. Þar af skiptist útgáfan á aldirnar svona: 16. öld: 41. 17. öld: 165. 18. öld: 485. 19. öld: 2.940. 20....

Vegna kerfisvinnu verður Gegnir lokaður frá kl. sex til hádegis sunnudagsmorguninn 12. mars 2006.

Í dag, 2. mars 2006, var undirritaður samningur milli Landskerfis bókasafna og Nýherja hf. um hýsingu bókasafnskerfisins Gegnis til næstu fjögurra ára. Tilboð í hýsingu kerfisins voru opnuð 10. janúar síðastliðinn og átti Nýherji þrjú lægstu tilboðin. Verður kerfið hýst á fjórum IBM xSeries 346 vélum með um 3 terabæta geymslurými í diskastæðum. Unnið verður að því næstu mánuði að flytja kerfið á þessar nýju vélar, jafnframt því sem það verður uppfært í nýja útgáfu. Samninginn undirrituðu Árni Sigurjónsson fyrir hönd Landskerfis bókasafna og...

Nú er hægt að leita í samskrá íslenskra bókasafna á Google Scholar, tilraunavef Google fyrir skólafólk. Eins og fram kemur í tilkynningu frá Google eru samskrár fyrir Ísland, Ísrael, Portúgal, Sviss, Svíþjóð og Ungverjaland nú tiltækar með þessum hætti. Á vefnum er hægt að nota íslensk leitarorð og má svo smella á orðin "Find in Gegnir" til að komast...

Boðið verður upp á námskeið í tengingu eintaka þriðjudaginn 31. janúar 2006, kl. 10:00–13:00.

Námskeið í tengingu eintaka er fyrir þau söfn sem ætla að tengja safnkost sinn við fyrirliggjandi bókfræðifærslur í Gegni. Einnig er það ætlað starfsmönnum núverandi aðildarsafna, sem þurfa að læra að tengja eintök.

Dagskrá:

  • Leitir
  • Gátlisti – hvað ber að varast
  • Eintakaþáttur
  • Safndeildir
  • Eintaksstaða
  • Ferilstaða
  • Efnistegund

Athugið: Áður en starfsmenn sækja...

Landskerfi bókasafna hefur tekið saman lista yfir þær bækur sem mest voru lánaðar út í Gegni á árinu 2005 og þau söfn sem virkust voru í útlánum. Af íslenskum skáldsögum eru það bækur Arnaldar Indriðasonar sem mest eru lánaðar út og skipa þær 7 efstu sætin á lista yfir 10 útlánahæstu bækurnar í þeim flokki. Af söfnum er það Borgarbókasafnið sem afkastamest er í útlánum. Hér fyrir neðan sjást listarnir yfir 10 útlánahæstu rit í hverjum flokki.

...
  A. Allar bækur
1 Kleifarvatn

Í dag voru tilboð í hýsingu Gegnis til næstu fjögurra ára opnuð hjá Ríkiskaupum. Eins og fram kemur á vef stofnunarinnar, bárust 17 tilboð í verkefnið frá 7 fyrirtækjum og voru lægst boðnar kr. 10.992.000 en hæst kr. 30.542.022. Kostnaðaráætlun verkkaupa var kr. 26.700.000. Lesa má fundargerð frá opnun tilboðanna á vef Ríkiskaupa, rikiskaup.is/utbod/fundargerdir/13902.

Vegna kerfisvinnu verður Gegnir lokaður á annan jólum, 26. desember 2005. Kerfið verður opnað aftur á þriðjudagsmorguninn 27. desember.