Main content
Fréttir
main
Landskerfi bókasafna hefur tekið saman lista yfir þær bækur sem mest voru lánaðar út í Gegni á árinu 2005 og þau söfn sem virkust voru í útlánum. Af íslenskum skáldsögum eru það bækur Arnaldar Indriðasonar sem mest eru lánaðar út og skipa þær 7 efstu sætin á lista yfir 10 útlánahæstu bækurnar í þeim flokki. Af söfnum er það Borgarbókasafnið sem afkastamest er í útlánum. Hér fyrir neðan sjást listarnir yfir 10 útlánahæstu rit í hverjum flokki.
A. Allar bækur | |
1 | Kleifarvatn |
Í dag voru tilboð í hýsingu Gegnis til næstu fjögurra ára opnuð hjá Ríkiskaupum. Eins og fram kemur á vef stofnunarinnar, bárust 17 tilboð í verkefnið frá 7 fyrirtækjum og voru lægst boðnar kr. 10.992.000 en hæst kr. 30.542.022. Kostnaðaráætlun verkkaupa var kr. 26.700.000. Lesa má fundargerð frá opnun tilboðanna á vef Ríkiskaupa, rikiskaup.is/utbod/fundargerdir/13902.
Vegna kerfisvinnu verður Gegnir lokaður á annan jólum, 26. desember 2005. Kerfið verður opnað aftur á þriðjudagsmorguninn 27. desember.
Lánþegaskráin í Gegni er byggð á afriti af þjóðskrá sem uppfært er einu sinni í mánuði, að jafnaði. Bókaverðir spyrja stundum hvernig og hve oft þjóðskráin er uppfærð, og má lesa nánar um það hér á vefnum.
Uppfærslur fyrir nóvembermánuð 2005 voru settar inn í kerfið í dag, 2. desember.
Sunnudaginn 13. nóvember 2005 auglýstu Ríkiskaup fyrir hönd Landskerfis bókasafna hf. útboð vegna hýsingar á bókasafnskerfinu Gegni. Núverandi samningur um hýsingu gildir til miðs ársins 2006. Lesa má auglýsingu um útboðið á vef Ríkiskaupa.
Leiðbeiningar um tengingu eintaka á vef Landskerfis bókasafna hafa nú verið endurskoðaðar. Það getur verið flókið að velja hina einu réttu færslu til að tengja við og því er mikilvægt að allir sem vinna við tengingu eintaka kynni sér þessar leiðbeiningar vel.
Vegna viðhalds verður Gegnir lokaður á milli kl. 23:00-24:00 í kvöld miðvikudaginn 16. nóvember.
Nú hefur verið tekin upp samræmd vefmæling á Gegni hjá modernus.is. Þetta er gert svo hægt sé að fá samanburð við umferð á öðrum vefsvæðum, en við birtum eftir sem áður eigin mælingu hér á þessum vef (sjá krækjur hægra megin á skjánum, Vefmæling á Gegni) Samræmda vefmælingin leiðir í ljós, svo dæmi sé tekið, að vikuna 26.9.-2.10. var gegnir.is í 18. sæti þegar litið er til flettinga en 36. sæti þegar litið er til fjölda notenda.
Í september 2005 var eldra útlánamet slegið í Gegni þegar 243.940 útlán voru skráð í kerfið. Tvær helstu ástæður þessara miklu útlána eru annars vegar að aldrei hafa fleiri söfn nýtt kerfið til útlána og hins vegar að skólastarf er komið í fullan gang. Hér fyrir neðan má sjá útlánatölurnar á myndriti.