2

Main content

Fréttir

main

Nú hefur nýr hluthafi bæst í hópinn hjá Landskerfi bókasafna, og er það Borgarfjarðarsveit. Þá ber það til tíðinda að Kópavogsbær hefur samþykkt að kaupa hlut í félaginu og fögnum við þessum nýju samstarfsaðilum og bjóðum þá velkomna. Helsta safnið á vegum Borgarfjarðarsveitar er Snorrastofa, en hjá Kópavogi er Bókasafn Kópavogs stærst. Auk þess er tæplega tugur grunnskólasafna í Kópavogi með um 50.000...

Fyrsti aðalfundur Aleflis, sem er notendafélag Gegnis, var haldinn föstudaginn 3. október 2003. Þar var kosin ný stjórn fyrir félagið og skipa hana þær Astrid M. Magnúsdóttir, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir og Oddný Björgvinsdóttir, auk Margrétar Björnsdóttur sem er varamaður. Á fundinum var ný vefsíða félagsins opnuð: www.alefli.is. Í lok fundarins héldu starfsmenn Landskerfis bókasafna erindi til að greina frá stöðunni í innleiðingu Gegnis og segja frá þróun kerfisins eins...

Nú hefur skráningarráði Gegnis verið komið á fót. Því er ætlað að skera úr um ágreining sem varðar skráningu og skráningarheimildir í Gegni, og leggja línur um notkun efnisorða. Markmiðið með starfsemi skráningarráðsins er að stuðla að því að gögnin í kerfinu séu vönduð, og þurfa allir sem skrá bókfræðilegar upplýsingar í kerfið að fara að reglum ráðsins eins og fram kemur í þjónustusamningum.

Eftirfarandi bókasafnsfræðingar, sem tilnefndir voru af stjórn notendafélagsins Aleflis, hafa tekið sæti í skráningarráðinu: Guðný...

Í dag lauk fyrstu afritun gagna frá Fengssöfnunum í Nýja-Gegni. Á næstu dögum byrjar hópur bókasafnsfræðinga að gáta gögnin. Þó að hópurinn eigi mikið verk fyrir höndum, er það mikilvægur áfangi að yfirfærsluvinna fyrir þennan stóra hóp safna skuli nú vera hafin.

Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. fyrir árið 2003 var haldinn föstudaginn 20. júní. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Við stjórnarkjör urðu talsverð mannaskipti, því þeir Arnór Guðmundsson, Jónmundur Guðmarsson og Kristján Svanbergsson drógu sig í hlé, en í þeirra stað voru kosin Anna Torfadóttir borgarbókavörður, Hörður Sigurgestsson, stjórnarformaður Landsbókasafns-Háskólabókasafns og Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður. Karl Guðmundsson situr áfram í stjórninni og varamenn eru þeir sömu og fyrr. Þeim Arnóri,...

Nýlega hafa birst stuttir pistlar í fjölmiðlum um nýja Gegni. Þar er m.a. um að ræða pistil í nýjasta hefti Fregna og grein í Morgunblaðinu. Einnig var sagt frá kerfinu í Ríkissjónvarpinu og birt stutt frétt í Morgunblaðinu um opnun þess. Einnig má nefna að Landskerfi bókasafna hefur látið gera lítinn bækling um kerfið með einföldum leiðbeiningum um notkun þess, og hefur tæplega 2000 eintökum verið dreift til bókasafna.

Mánudaginn 19. maí síðastliðinn opnaði Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra Gegni með formlegum hætti í Þjóðarbókhlöðunni. Einnig ávörpuðu Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður og Jónmundur Guðmarsson stjórnarformaður Landskerfis bókasafna hf. gesti, þökkuðu starfsmönnum þeirra framlag og fögnuðu þessum stóra áfanga.

Síðdegis í dag mun menntamálaráðherra opna nýja Gegni formlega í Þjóðarbókhlöðunni, að viðstöddum fulltrúum samstarfsaðila og eigenda Landskerfis bókasafna. Vefslóð nýja kerfisins er gegnir.is. Sjá nánar fréttatilkynningu um málið.

Í dag opnaði Landskerfi bókasafna aðgangsstýrðan þjónustuvef fyrir starfsmenn aðildarsafna sinna. Þar er að finna upplýsingar sem ætlaðar eru starfsfólki safna sem notar nýja Gegni og er hægt að fá notandaauðkenni fyrir þetta vefsvæði hjá starfsmönnum Landskerfisins.