Main content
main
Rafgagnahópur 2013-2014
06.04.2016
Breytt umhverfi og ósamræmi í meðferð rafræns efnis leiddi til stofnunar rafgagnahóps í maí 2013. Hópurinn skilaði lokaskýrslu í júní 2014. Ákvarðanir um lýsigögn rafræns efnis voru á hendi margra hagsmunaaðila eins og skráningarráðs, gæðahóps Gegnis, SFX-verkefnahóps og því var nauðsynlegt að samræma verklag.
Hlutverk hópsins var að vega og meta ólík sjónarmið og hagsmuni varðandi meðhöndlun rafræns efnis og bera fram tillögur um meðferð lýsigagna.
| Fulltrúar í rafgagnahópi | |
|---|---|
| Anna Sveinsdóttir | Náttúrufræðistofnun |
| Birgir Björnsson | Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn |
| Hildur Gunnlaugsdóttir | Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn |
| Kristína Benedikz | Menntavísindasvið Háskóla Íslands |
| Margrét Ásgeirsdóttir | Bókasafn Norræna hússsins |
| Sigrún Hauksdóttir | Landskerfi bókasafna |
| Telma Rós Sigfúsdóttir | Landskerfi bókasafna |
| Þóra Gylfadóttir | Háskólinn í Reykjavík |