Main content
Fréttir
main
Föstudaginn 14. maí 2007 var aðalfundur félagsins haldinn og voru störf fundarins með hefðbundnum hætti.
Í stjórn voru kjörin Anna Torfadóttir borgarbókavörður, Hörður Sigurgestsson fyrrverandi forstjóri, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður og Karl Guðmundsson bæjarritari Akureyrarbæjar. Varamenn eru Hulda Björk Þorkelsdóttir forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar og Valur Árnason, skrifstofustjóri hjá menntamálaráðuneytinu.
Úr stjórn gekk Sigrún Klara Hannesdóttir fráfarandi landsbókavörður og voru henni þökkuð...
Landskerfi bókasafna hf. auglýsir í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 13. maí eftir vefstjóra / vefforritara fyrir gegnir.is
Á Þjónustuvefnum er að finna leiðbeiningar um hvernig sækja má færslur í OCLC WorldCat úr Gegni. Einnig er þar að finna skjal um hvernig stilla þarf Internet Explorer 7 þ.a. hægt sé að hlaða niður færslum.
í kjölfar uppfærslu á biðlurum í apríl, voru innleiddar nýjungar sem gera OCLC færsluveiðar einfaldari en áður var. Kynnið ykkur málið á notendaráðstefnu Aleflis föstudaginn 4. maí!
Alefli, notendafélag Gegnis, stendur fyrir notendaráðstefnu föstudaginn 4. maí kl. 13:00-15:00, í sal Þjóðminjasafns Íslands.
Ráðstefnan er ókeypis og opin öllum notendum Gegnis og öðrum áhugasömum.
Á gegnir.is er nú að hefjast spurningakönnun, á vegum Hildar Fjólu Svansdóttur, sem er nemandi við hinn konunglega skóla í bókasafns- og upplýsingafræðum í Álaborg, Danmörku. Markmiðið er að kanna möguleika á svokölluðum nýjum þjónustuþáttum og þróunarmöguleikum, hér með hliðsjón af gegnir.is.
Um er að ræða gagnaöflun fyrir námsritgerð Hildar Fjólu. Könnunin er hýst á dönsku vefsvæði en spurningarnar eru allar á íslensku.
Könnunin er gerð með góðfúslegu leyfi Landskerfis bókasafna hf., en er ekki á vegum...
Um leið og við óskum samstarfsfólki okkar á bókasöfnum landsins sem og öðrum, gleðilegs sumars, bjóðum við ný aðildarsöfn velkomin í hóp Gegnisnotenda. Þetta eru bókasöfn Héraðsdóms Reykjavíkur, Mannréttindaskrifstofu Íslands auk Menntaskólans á Akureyri.
Uppfærslu Gegnis lauk farsællega fyrir stundu.
Mikilvægt er að starfsmenn uppfæri allar tölvur sem hafa biðlara áður en þeir tengjast kerfinu. Leiðbeiningar hafa verið sendar út í tölvupósti.
Hafið samband í síma 514-5050 ef spurningar vakna.
Nú er komið að áðurboðaðri uppfærslu Gegnis. Af þeim sökum verður Gegnir niðri frá mánudagskvöldi og fram eftir morgni næstkomandi þriðjudag (17.4).
Áríðandi er að starfsmenn uppfæri biðlara í kjölfar uppfærslunnar. Leiðbeiningar þessa efnis verða sendar út á póstlistanum á þriðjudagsmorgun.