Main content
Fréttir
main
Kerfisvinnu í Gegni, sem hófst laugardag 6. janúar, er nú lokið og Gegnir er kominn í rekstur á nýjan leik.
Starfsfólk Landskerfis bókasafna hf. óskar samstarfsmönnum sínum sem og notendum Gegnis friðsællar jólahátíðar og farsældar á komandi ári.
Öll forðasöfn í Gegni, áður tólf talsins, hafa nú verið sameinuð í eitt forðasafn í ICE60. Þetta mun tryggja það að forðatengingar vísi í rétt tímarit.
Leiðbeiningar um val á sviði fyrir efnisorð hafa verið sendar út á Vöndu. Skjalið má einnig nálgast hér að neðan.
• Val á sviði fyrir efnisorð
Landskerfi bókasafna hf. var stofnað hinn 14. nóvember árið 2001 og er því fimm ára í dag.
Við höfum fengið nokkrar ábendingar um að "væntanleg" dagsetning myndast þegar tímarit, sem ekki hefur pöntun, áskrift né komuspá, er tengt í skráningarþætti. Til þess að komast hjá því að þessi dagsetning verði til þarf að tengja eintakið skv. leiðbeiningum sem eru að finna á Þjónustuvef Landskerfis > Leiðbeiningar vegna útgáfu 16 > Eintök > Að tengja tímarit í skráningarþætti.
Settur hefur verið upp vefaðgangur að enskri útgáfu notendahandbókar fyrir 16. útgáfu Gegnis (ALEPH), Notendahandbók, hér til hægri á síðunni.
Á þjónustuvef má finna leiðbeiningaskjal um aðgang að notendahandbókinni auk tengils fyrir notendahandbókina sjálfa.
Athugið að þeir sem eru með "pop-up blocker" í vefskoðara tölvunnar þurfa að heimila pop-up glugga á gegnir.is til að geta skráð sig inn í notendahandbókina.
Það er óhætt að fullyrða að það er erfitt að byrja að vinna við hliðargrunninn. Hérna eru þrjú lykilskjöl sem nauðsynlegt er að hafa við hendina:
- Verklag vegna vinnu við hliðargrunn
- Aðgát skal höfð - val á bókfræðifærslu vegna tenginga
- Efnisorð
Vegna Landsfundar Upplýsingar verður skrifstofa Landskerfis bókasafna lokuð föstudaginn 6. október 2006. Vinsamlegast sendið beiðnir um aðstoð á hjalp hjá landskerfi.is. Einnig minnum við á þjónustusímann fyrir neyðartilvik.