Main content
Fréttir
main
Hægagangur í Gegni, sem notendur hafa orðið varir við í kjölfar uppfærslu í útgáfu 16, er úr sögunni. Um forritunarvandamál var að ræða sem sérfræðingar ExLibris hafa nú unnið bug á.
Þann 21. september síðastliðinn tók Sveinbjörg Sveinsdóttir við stöðu framkvæmdastjóra hjá Landskerfi bókasafna hf. Sveinbjörg er rafmagnsverkfræðingur að mennt og er nú um það bil að ljúka námi í opinberri stjórnsýslu (MPA) við Háskóla Íslands. Hún hefur á undanförnum árum starfað við hugbúnaðargerð, verkefnisstjórnun og ráðgjöf innan upplýsingatæknigeirans. Hefur hún starfað í Þýskalandi og í Bandaríkjunum, auk Íslands.
Undanfarnar fjórar vikur hefur mikil námskeiðalota staðið yfir hjá Landskerfi bókasafna. Höfum við kennt 15 námskeið á þeim tíma eða tæp fjögur námskeið í viku að jafnaði. Mikil eftirspurn hefur verið eftir kennslu, bæði vegna nýrra aðildarsafna og vegna breytinga á notendaviðmóti kerfisins. Á annað hundrað sæti voru nýtt á námskeiðunum, sem haldin voru í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum. Þó að þessari miklu lotu sé að ljúka verða fleiri námskeið í boði fyrir jól og þurfa þeir sem vilja fá upplýsingar um þau að skrá sig á póstlista...
Að undanförnu höfum við verið að mynda lánþegafærslur fyrir skólabókasöfn eftir kennitölulistum. Það sem af er skólaárinu hafa 20 skólasöfn nýtt sér þessa þjónustu og sparað sér með því mikla vinnu. Bókaverðir sækja kennitölulistana úr Mentor eða öðrum upplýsingakerfum og skila þeim til Landskerfis bókasafna í reikniörk (Excel), einni fyrir hvern skóla. Í skránni þurfa að vera upplýsingar um kennitölu, nafn, lánþegastöðu og, ef grunnskóli á í hlut, nafn bekkjardeildar. Réttast er að senda okkar svona skrá yfir alla nemendur skólans á hverju...
Eftir nokkrar vikur lætur Árni Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Landskerfis bókasafna, af störfum að eigin ósk og hverfur til annarra starfa. Af því tilefni auglýsti fyrirtækið í gær eftir nýjum framkvæmdastjóra. Nánari upplýsingar um starfið má fá á vef Hagvangs.
Við höfum sent frá okkur tilkynningar vegna uppfærslu Gegnis í útgáfu 16 með tölvupósti, en til frekari áréttingar birtum við þessi skeyti hér á vefnum. Þar er um að ræða:
- 15.8. 2006: Tilkynning til safna í ICE50, ICE51, ICE53, ICE55, ICE56, ICE57, AUS50, NOR50 og SUD50 um breytt samskiptaport
- 14.8. 2006: Miðaprentun, stillingar á biðlara (krefjast ekki Administrator-réttinda): lánþegaskírteini og bókamiðar
- 10.8. 2006: Fyrir þá sem fá 'Saxon' villuboð
Við minnum líka á leiðbeiningaskjöl sem sett...
Í dag klukkan 11:00 opnaði Gegnir í nýrri útgáfu. Undanfarna viku hefur kerfið verið að mestu leyti lokað og þjónustan því verið skert. Vinna við uppfærslu hefur staðið í nokkra mánuði og er það von okkar að þær umbætur sem gerðar hafa verið á kerfinu nýtist starfsmönnum og notendum bókasafna vel.
Nú er komið að því að uppfæra Gegni í útgáfu 16. Útlit kerfisins hefur breyst mikið frá útgáfu 14 en virkni þess er svipuð. Hér má finna grunnleiðbeiningar um nýja gerð kerfisins. Nýja útgáfan var hönnuð með það í huga að auðvelda verkferla en lítil áhersla var lögð á að bæta nýjum þáttum eða nýrri virkni við kerfið. Á þessi útgáfa því að vera talsvert auðveldari í notkun en sú fyrri, og tiltölulega auðlærð. Aðgangur að kerfinu verður takmarkaður vikuna 9.-16. júlí en þó verður hægt að leita í Gegni á vefnum og fá bækur lánaðar. Starfsmenn...
Nú liggur fyrir áætlun vegna þriðja og síðasta áfanga flutnings gagna úr eldri bókasafnskerfum í Gegni. Árið 2003 voru gögn flutt úr Gamla-Gegni, árið 2004 úr Feng en nú er komið að þeim sem út af standa. Gert er ráð fyrir að nýju gögnin verði tiltæk í kerfinu þegar það opnar í nýrri útgáfu 17. júlí næstkomandi. Rúmlega 20 söfn eiga hlut að máli og þurfa starfsmenn þeirra að kynna sér áætlunina vel.