Main content
Fréttir
main
Föstudaginn 14. maí síðastliðinn var aðalfundur ársins 2004 haldinn í húsakynnum Landskerfis bókasafna í Borgartúni 37 í Reykjavík. Ársreikningur fyrirtækisins var samþykktur en þar kemur fram að á árinu 2003 nam tap félagsins eftir afskriftir kr. 572.405. Á fundinum voru allir aðalmenn og varamenn stjórnar endurkjörnir.
Í dag er eitt ár liðið frá því að Gegnir var formlega opnaður í Þjóðarbókhlöðunni. Ljóst er að kerfið hefur verið til framfara að flestu leyti þó að ýmissa umbóta sé þörf. Mesti vandinn í tengslum við Gegni nú eru þau tvítök sem mynduðust við samruna Fengs og Gegnis í apríl síðastliðnum og eru starfsmenn og samstarfsmenn Landskerfis bókasafna að leita leiða til að vinna bót á honum.
Föstudaginn 16. apríl var haldið hóf til að fagna kerfisskiptum Fengssafna sem tóku gildi 5. apríl síðastliðinn. Með kerfisskiptunum var stórt skref stigið í sögu Gegnis, enda eru nú um það bil 100 söfn tengd honum. Hófið var haldið í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15 í Reykjavík, og var þangað boðið forstöðumönnum allra Fengssafna, þar á meðal skólasafna, skráningarráði Gegnis og fleiri samstarfsaðilum okkar vegna þessa verkefnis. Myndin var tekin við þetta tækifæri og á henni sjást Árni Sigurjónsson, Hörður Sigurgestsson, Þórólfur Árnason og...
Mjög mikil útlán voru í Gegni í gær mánudag, þegar kerfið var opnað eftir lokun í rúma viku. Útlán voru 8.736, þar af 6.822 hjá söfnum sem byrjuðu að nota kerfið í gær. Mörg "nýju safnanna" virðast hafa komist vel í gang með útlánin, og á það t.d. við um almenningsbókasöfnin í Reykjavík, Húsavík, Garðabæ, Vestmannaeyjum, Kópavogi (Lindasafn), Seyðisfirði og Vopnafirði. Skólasöfnin fara hins vegar hægar af stað enda páskafrí í skólum.
Í dag, 5. apríl 2004, urðu þau tímamót í sögu Gegnis, að flest þeirra safna sem áður notuðu bókasafnskerfið Feng tóku Gegni hinn nýja í notkun. Á ýmsum söfnum hafa menn lent í byrjunarörðugleikum, en víðast hófust hófust útlán bóka þó þegar í morgun. Nú mun þjónusta við bókasöfnin mæða á Landskerfi bókasafna í vaxandi mæli og munum við leysa það verkefni eins vel af hendi og kostur er.
Fyrir rúmri viku var Gegni lokað tímabundið og var þá send út fréttatilkynning um það efni og um þá viðbót við kerfið sem tilkoma Fengssafna felur í...
Nú líður senn að yfirfærslunni. Söfnin verða að vera í stakk búin til þess að hefja útlán og aðra vinnu í Gegni. Þá þarf að huga að þessu:
Til að lána út þarf safn að hafa uppsettan biðlara sem veitir aðgang að útlánum og öðrum þáttum kerfisins. Þeir sem ekki hafa sett upp biðlara geta haft samband við Magnús Guðmundsson í netfanginu magnus@epro.is eða í síma 821-8291. | |
Í mörgum tilvikum þarf að stilla |
Unnar hafa verið tölur um eintakafjölda eftir stjórnunareiningum og tegund efnis og tölur og útlánafjölda eftir stjórnunareiningum og söfnum á árinu og er hægt að skoða þessa stuttu skýrslu hér á vef Landskerfisins. Heildarfjöldi titla í Gegni var 604.192.
Nú hefur Kópavogsbær gerst hluthafi í Landskerfi bókasafna hf. og bjóðum við hann velkominn í hópinn. Einnig hafa Borgarbyggð og Hólmavíkurhreppur gert samning við Landskerfið um aðild að gegni og bætast því væntanlega í hóp hluthafa innan skamms. Með þessum viðbótum nær bókasafnskerfið til 90% landsmanna ef litið er til íbúafjölda í þeim sveitarfélögum sem að kerfinu standa.
Nú er komin fram áætlun um hvenær þess er að vænta að Fengssöfnin hefji notkun Gegnis. Gert er ráð fyrir að Fengur (eða Dobis/Libis), kerfið sem Borgarbókasafnið og rúmlega 100 önnur bókasöfn hafa notað, muni loka 31. mars næstkomandi og að flest þessara safna taki Gegni í notkun mánudaginn 5. apríl. Nú liggur fyrir skýrsla um hvernig ætlunin er að standa að þessum breytingum á næstu vikum og hvernig kennslu verður háttað.