Main content
Fréttir
main
Frekari sameiningu bókfræðifærslna úr Gamla-Gegni og Feng er nú lokið. Vinnuferlið var tvíþætt, annarsvegar var sameinað vélrænt skv. forsögn og hinsvegar var sameinað eftir handgerðum listum. Undanfarnar vikur hafa um 20 starfsmenn bókasafna unnið að því að fara yfir lista til þess að para saman færslur úr þessum tveimur kerfum. Dagana 9.-11. október var Gegni lokað til að keyra sérsmíðað forrit sem sameinaði bókfræðifærslur á grundvelli þessara lista. Alls tókst að eyða um 13.000 tvítaksfærslum og á nú að verða auðveldara en áður að leita...
Tvíþættur vandi hefur hefur steðjað að Gegni eftir að gagnagrunnar Gegnis og Fengs voru sameinaðir. Annarsvegar var ekki hægt að ljúka sameiningu gagnagrunnanna sem leiddi til þess að fjöldi rita er tvískráður í kerfið. Hinsvegar komu í ljós við sameininguna gallar í gögnum gömlu Gegnissafnanna. Helsti gallinn felst í því að oft vantar punkt á eftir skammstöfun millinafns (t.d. ýmist Ármann Kr. Einarsson eða Ármann Kr Einarsson). Nú er unnið að lagfæringu á þessu og hér má lesa greinargerð Sigrúnar Hauksdóttur um verkið.
Talnakönnun þann 8. september 2004 sýndi að þá voru 39.499 einstaklingar með útlán í Gegni. Samtals voru þeir með 194.316 safngögn í láni. Eftir að skólar fóru í gang jukust útlánin talsvert eins og hér má sjá á myndriti sem sýnir fjölda nýrra og framlengdra útlána per mánuð frá maí til september 2004.
Fylgst er með notkun vefjarins gegnir.is að staðaldri og miðað við mælingar í ágúst 2004 var notkunin mest á mánudögum af vikudögum, og mest klukkan 13 yfir sólarhringinn. Hér fyrir neðan má sjá myndrit sem lýsa þessu. Það hve mikil notkun er yfir nóttina skýrist e.t.v. af því að þá eru bandarískar leitarvélar sem heimsækja vefinn reglulega að verki.
Eins og notendur Gegnis hafa ef til vill séð, hefur ensk útgáfa vefjarins hingað til aðeins verið aðgengileg í upprunalegu viðmóti framleiðanda. Nú er hins vegar búið að samræma enska viðmótið við það íslenska. Hægt er að opna ensku gerðina með því að smella á breska fánann ofarlega til hægri á Gegni.
Stöðugt er unnið að þróun og betrumbótum á vefviðmóti Gegnis með það að markmiði að gera hann aðgengilegri og þægilegri í notkun. Senda má athugasemdir um vefviðmótið til...
Frá 1. september 2004 geta starfsmenn bókasafna sótt sjálfir útlánatölur fyrir safn sitt á þjónustuvef Landskerfis bókasafna. Tölurnar eru endurnýjaðar um hver mánaðamót og birta útlán flokkuð eftir lánþegategund, efni og dagsetningu. Þetta kerfi er sett upp til reynslu og er til komið vegna óska safnafólks um aðgengilegar útlánaupplýsingar.
Á fundi sínum 10. ágúst 2004 ályktaði stjórn Landskerfis bókasafna hf. að leggja verði áherslu á að koma bókfræðigögnum sem nú eru í Gegni í lag og að vinna verði að lagfæringum á kerfinu áður en farið er í frekari yfirfærslu bókfræðigagna frá öðrum kerfum. Framkvæmdaáætlun næstu missera er í undirbúningi, og tekur hún til lagfæringa á gagnasafninu, lagfæringa á kerfinu, uppfærslu kerfisins í útgáfu 16 og innleiðingar hjá söfnum sem ekki hafa tengst Gegni ennþá.
Með þessu er ákveðið að fresta frekari gagnaflutningum um sinn, svo koma...
Í gær og í fyrradag (19.-20. júní) var Gegnir lokaður vegna endurröðunar. Þessi endurröðun var nauðsynleg til að endurnýja höfðalista, sem auðveldar vinnu við bókfræðiskráningu. Þetta var gert í framhaldi af ósk skráningarráðs Gegnis frá 27. maí um að bókfræðiskráningu yrði hætt í Gegni í fjórar vikur, og má nú gera ráð fyrir að höfðalistinn sé aftur farinn að virka rétt.
Í síðustu viku héldu fulltrúar Landskerfis bókasafna fund með fulltrúum Ex Libris og tveimur af starfsmönnum Landsbókasafnsins til að gera áætlun um hvernig megi lagfæra "skemmd gögn" í Gegni. Skemmdirnar felast aðallega í því að punktur birtist stundum og stundum ekki á eftir skammstöfun millinafns (t.d. ýmist Ármann Kr Einarsson eða Ármann Kr. Einarsson). Liggur nú fyrir áætlun um hvernig megi lagfæra þetta og um hvernig megi koma nafnmyndaskrá í notkun, en gera má ráð fyrir að nokkra mánuði taki að koma hvoru tveggja í lag.
Á...