Main content
Fréttir
main
Fundarstörf á aðalfundi Landskerfis bókasafna sem haldinn var 24. maí voru með hefðbundnu sniði. Á fundinn mættu fulltrúar 11 hluthafa sem eiga 83,6% hlutafjár í félaginu. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2016 sem Árni Sigurjónsson formaður flutti á fundinum og fundargerð eru aðgengileg á vef félagsins. Stjórn félagsins var endurkjörin.
Vinsælustu bækurnar hjá aðildarsöfnum Gegnis 2016 voru Dagbækur Kidda klaufa sem trónuðu í sjö efstu sætunum í efnisflokkinum Bækur. Fremst meðal jafninga var Dagbók Kidda klaufa :...
Bókasafn Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit hefur bæst í hóp aðildarsafna Gegnis, en Hvalfjarðarsveit gerðist hluthafi í Landskerfi bókasafna 15. mars 2017.
Notendaráðstefna Aleflis verður haldin í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu miðvikudaginn 24. maí kl. 10 – 12.
Skráðu þig hér á ráðstefnuna (þarf að vera innskráð /-ur á þjónustuvef LB).
Dagskrá:
Hólmfríður Gunnlaugsdóttir formaður Aleflis
Sveinbjörg Sveinsdóttir
...
Gegnir hefur verið opnaður að nýju eftir kerfisuppfærslu. Að þessu sinnu var verið að setja upp þjónustupakka. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að lagfæra villur og auka öryggi kerfisins. Það þarf að uppfæra undirliggjandi kerfi og bæta við og breyta grunntöflum í kerfinu ásamt því taka í notkun nýja virkni.
Árlegur fræðslufundur skrásetjara var haldinn í Þjóðarbókhlöðu 17. mars 2017 og sóttu hann yfir 60 skrásetjarar. Á fundinum var fjallað um breytingar á meðferð rafrænna gagna, nýja skráningarþjónustu Landsbókasafns, lítil sérfræðibókasöfn, greiniskráningu, skrá yfir þýðingar íslenskra bókmenna á önnur tungumál auk þess sem Landskerfi var með nokkra fréttamola úr starfinu. Tengil í upptöku frá fundinum er að finna á vefsíðu...