2

Main content

Fréttir

main

Uppfærsla á vefum leitir.is 7.-8. júní gekk vel. Um var að ræða hefðbundna viðhaldsvinnu þar sem sóttar voru lagfæringar af fjölbreyttum toga. Þær vörðuðu meðal annars innskráningu á vefinn. Hafðu samband eyðublaðið var fjarlægt af forsíðu leitir.is vegna öryggismála.

Vegna kerfisvinnu verður leitir.is vefnum lokað um hádegisbil á miðvikudag 7. júní og hann opnaður aftur eftir hádegi næsta dag 8. júní. Um er að ræða venjubundna viðhaldsvinnu þar sem lagfærðir verða ýmsir smærri hnökrar. Sökum þess að lánþegar geta ekki endurnýjað útlán sín sjálfir á meðan lokunin varir, mun Gegnir ekki reikna sektir fyrir dagana 7. og 8. júní.

Rafbókasafnið var opnað 30. janúar 2017. Hingað til hafa einungis lánþegar Borgarbókasafnsins getað nýtt sér efni á þessu nýja bókasafni en frá og með 1. júní mun þjónustan ná til lánþega...

Fundarstörf á aðalfundi Landskerfis bókasafna sem haldinn var 24. maí voru með hefðbundnu sniði. Á fundinn mættu fulltrúar 11 hluthafa sem eiga 83,6% hlutafjár í félaginu. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2016 sem Árni Sigurjónsson formaður flutti á fundinum og fundargerð eru aðgengileg á vef félagsins. Stjórn félagsins var endurkjörin.

Aðalfundur Rekstrarfélags Sarps var haldinn 18. maí síðastliðinn. Hér má nálgast skýrslu stjórnar sem flutt var á fundinum. Á fundinum var samþykkt tillaga stjórnar um stofnun þróunarsjóðs en honum er ætlað er að auðvelda félaginu að standa straum af kostnaði vegna kerfisþróunar, rekstrar og tilfallandi uppfærslna á  skráningar- og upplýsingakerfi menningarsögulegra gagna, Sarpur og sarpur.is. Fundargerð...
Dagbók Kidda klaufa : svakalegur sumarhiti

Vinsælustu bækurnar hjá aðildarsöfnum Gegnis 2016 voru Dagbækur Kidda klaufa sem trónuðu í sjö efstu sætunum í efnisflokkinum Bækur. Fremst meðal jafninga var Dagbók Kidda klaufa :...

Bókasafn Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit hefur bæst í hóp aðildarsafna Gegnis, en Hvalfjarðarsveit gerðist hluthafi í Landskerfi bókasafna 15. mars 2017.

Notendaráðstefna Aleflis verður haldin í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu miðvikudaginn 24. maí kl. 10 – 12. 

Skráðu þig hér á ráðstefnuna (þarf að vera innskráð /-ur á þjónustuvef LB).

Dagskrá:

kl. 10:00 – Setning
Hólmfríður Gunnlaugsdóttir formaður Aleflis
 
kl. 10:05 – Staða verkefnis um nýtt bókasafnskerfi
Sveinbjörg Sveinsdóttir
 
kl. 10:25 – Rafbókasafnið
...

Gegnir hefur verið opnaður að nýju eftir kerfisuppfærslu. Að þessu sinnu var verið að setja upp þjónustupakka. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að lagfæra villur og auka öryggi kerfisins. Það þarf að uppfæra undirliggjandi kerfi og bæta við og breyta grunntöflum í kerfinu ásamt því taka í notkun nýja virkni.