2

Main content

Fréttir

main

Bókasafnadagurinn 2016

Starfsfólk Landskerfis bókasafna óskar starfsmönnum íslenskra bókasafna til hamingju með þennan hátíðisdag. Hann ber yfirskriftina: Lestur er bestur - út fyrir endamörk alheimsins.

Rafbækur frá Springer finnast nú á leitir.is og eru öllum aðgengilegar án innskráningar.

MARC-færslum 9.888 rafbóka frá þýska útgefandanum Springer, sem eru í landsaðgangi hefur verið hlaðið inn í bókfræðigrunn Gegnis. Þetta eru fræðibækur gefnar út á árunum 2013-2015. Þær eru á sviði lífvísinda (1.705), viðskipta- og hagræði (1.440), tölvunarfræði (3.201), jarðfræði og umhverfismála (1.163) og hugvísinda, félagsvísinda og lögfræði (2.379).

Tilgangurinn með því að hlaða inn MARC-færslunum inn í Gegni er sá að gera þessar bækur...

Sarpsnámskeið 2016

Eins og hefð er fyrir þá verður í vetur boðið upp á kynningar og námskeið fyrir starfsmenn aðildarsafna Gegnis og Sarps. Fyrir notendur Sarps er boðið upp á grunnnámskeið, námskeið í skráningu og...

Telma Rós Sigfúsdóttir

Telma Rós Sigfúsdóttir sem verið hefur vefstjóri leitir.is um árabil og áður þjónustustjóri hjá Landskerfinu hefur nú hætt störfum þar sem hún er á leið í framhaldsnám. Geir Jón Karlsson hefur...

Vinsælustu titlarnir í íslenskum bókasöfnum árið 2015

Vinsælasti titillinn hjá aðildarsöfnum Gegnis 2015 er Myndasögusyrpan með 23.317 útlán. Efni fyrir börn er sem fyrr vinsælast hvort sem litið er til allra útlána í Gegni eða til undirflokka eins...

Skýrsla stjórnar Rekstrarfélags Sarps sem flutt var á aðalfundi félagsins þann 30. júní 2016 er nú aðgengileg á vef félagsins.

Eftirtalin voru kosin í fulltrúaráð Sarps á fundinum: Anna Guðný Ásgeirsdóttir (formaður) og Anna Lísa Rúnarsdóttir frá Þjóðminjasafni Íslands, Anna María Urbancic og Dagný Heiðdal frá Listasafni Íslands, Gerður Róbertsdóttir frá Borgarsögusafni Reykjavíkur, Haraldur Þór Egilsson frá Minjasafninu á Akureyri, Inga Jónsdóttir frá...

Kerfisvinnu er nú lokið á leitir.is og leitir.is/gegnir.

Opnað hefur verið aftur fyrir notendur.

Vegna kerfisvinnu verður leitir.is lokaður hluta úr degi þriðjudaginn 31. maí. Kerfið verður tekið niður kl. 8 að morgni og verður opnað aftur upp úr hádegi sama dag. Einhverjar truflanir geta orðið á vefnum fram eftir degi.  Á meðan á kerfisvinnunni stendur bendum við á að nota starfsmannaaðgang Gegnis og hvar.is.

Geir Jón Karlsson hefur verið ráðinn í starf „verkefnastjóra – upplýsingatækni“ hjá Landskerfi bókasafna hf. og hefur hafið störf.

Hann hefur áralanga reynslu af innleiðingu, þjónustu og rekstri upplýsingatæknikerfa og starfaði síðast hjá Reykjavíkurborg en áður meðal annars hjá Landsteinum-Streng, Frjálsri fjölmiðlun og Hugviti. Í fyrstu mun Geir Jón hafa umsjón með leitir.is og er fram líða stundir fleiri verkefnum.

 

Starfsfólk Landskerfis bókasafna hf.