2

Main content

Fréttir

main

Þann 31. ágúst hóf Eirný Vals störf hjá Landskerfi bókasafna sem verkefnastjóri. Hún er ráðin til tveggja ára og mun stýra verkefni um val á nýju bókasafnskerfi. Eirný er með MPM gráðu í verkefnastjórnun frá HÍ auk þess að vera með MBA gráðu frá sama skóla og útskrifaður rekstrarfræðingur frá Bifröst. Hún hefur sinnt fjölbreyttum störfum á umliðnum árum og hefur m.a. verið sviðstjóri hjá Rannís, fjármálastjóri og bæjarstjóri hjá Sveitarfélaginu Vogum og frá árinu 2015 starfaði hún sem verkefnastjóri Brothættar byggðir – Skaftárhreppur til...

Ræsifundur verkefnisins „þarfagreining fyrir nýtt bókasafnskerfi“ verður haldinn fimmtudaginn 31. ágúst 2017.

Dagskrá fundarins og nánari upplýsingar verða sendar til þátttakenda eftir miðjan ágúst.

Þarfagreiningin verður unnin í samvinnu við sérfræðinga á bókasöfnunum. Val sérfræðinga í hópana er í vinnslu. Sérfræðihóparnir endurspegla megin verkferla í bókasöfnunum. Hóparnir eru eftirfarandi:

  • Lánþegar – Hlutverk vinnuhóps um lánþega er m.a. að móta sýn á lánþegaskrána, skoða þjónustur við lánþega
  • ...

Landskerfi bókasafna og Rekstrarfélag Sarps hafa birt námskeiðsáætlun fyrir haustið 2017 og vor 2018. Í boði eru mörg og fjölbreytt námskeið að vanda. Áætlunin er birt með fyrirvara um að einhverjar breytingar geta orðið á henni. Hægt verður að skrá sig á einstök námskeið eftir 16. ágúst n.k.

...
Topplistar útlána eru listar yfir vinsælustu eða mest lánaðu titlana í aðildarsöfnum Gegnis og fyrir Gegni í heild sinni. Í sumarbyrjun 2017 voru gerðar endurbætur á topplistunum sem gera öllum...

Uppfærsla á vefum leitir.is 7.-8. júní gekk vel. Um var að ræða hefðbundna viðhaldsvinnu þar sem sóttar voru lagfæringar af fjölbreyttum toga. Þær vörðuðu meðal annars innskráningu á vefinn. Hafðu samband eyðublaðið var fjarlægt af forsíðu leitir.is vegna öryggismála.

Vegna kerfisvinnu verður leitir.is vefnum lokað um hádegisbil á miðvikudag 7. júní og hann opnaður aftur eftir hádegi næsta dag 8. júní. Um er að ræða venjubundna viðhaldsvinnu þar sem lagfærðir verða ýmsir smærri hnökrar. Sökum þess að lánþegar geta ekki endurnýjað útlán sín sjálfir á meðan lokunin varir, mun Gegnir ekki reikna sektir fyrir dagana 7. og 8. júní.

Rafbókasafnið var opnað 30. janúar 2017. Hingað til hafa einungis lánþegar Borgarbókasafnsins getað nýtt sér efni á þessu nýja bókasafni en frá og með 1. júní mun þjónustan ná til lánþega...

Fundarstörf á aðalfundi Landskerfis bókasafna sem haldinn var 24. maí voru með hefðbundnu sniði. Á fundinn mættu fulltrúar 11 hluthafa sem eiga 83,6% hlutafjár í félaginu. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2016 sem Árni Sigurjónsson formaður flutti á fundinum og fundargerð eru aðgengileg á vef félagsins. Stjórn félagsins var endurkjörin.

Aðalfundur Rekstrarfélags Sarps var haldinn 18. maí síðastliðinn. Hér má nálgast skýrslu stjórnar sem flutt var á fundinum. Á fundinum var samþykkt tillaga stjórnar um stofnun þróunarsjóðs en honum er ætlað er að auðvelda félaginu að standa straum af kostnaði vegna kerfisþróunar, rekstrar og tilfallandi uppfærslna á  skráningar- og upplýsingakerfi menningarsögulegra gagna, Sarpur og sarpur.is. Fundargerð...