2

Main content

Fréttir

main

Nú bendir allt til að nýi Gegnir verði opnaður 19. maí næstkomandi. Af þeim sökum þarf að loka fyrir skráningu í gamla Gegni í tíu daga, sem þýðir að ný rit verða ekki skráð í kerfið á þeim tíma og útlán verða ekki skráð í kerfið; væntanlega gera söfnin sitt til að þetta valdi nemendum sem minnstum óþægindum. Hér má finna aðgerðaáætlun fyrir opnun kerfisins þar sem þetta millibilsástand er útskýrt betur.

Nú er fullbókað á kynningu nýja Gegnis sem haldin verður 30. apríl næstkomandi, og þökkum við þann áhuga sem menn sýna kerfinu. Gera má ráð fyrir að svona kynningar verði næst haldnar í sumar eða haust. Auk þess fá starfsmenn safna sem nota gamla Gegni og Feng væntanlega kennslu í vor og sumar.

Miðvikudaginn 30. apríl næstkomandi verður nýi Gegnir kynntur hjá Landskerfi bókasafna. Kynningin er almenns eðlis og hentar starfsmönnum bókasafna án tillits til hvaða kerfi safnið notar nú. Hún verður haldin í húsakynnum Landskerfis bókasafna, Borgartúni 37, Reykjavík, 5. hæð og stendur frá klukkan 9:30 til 12.

Þetta er sams konar kynning og við buðum upp á í janúar og febrúar síðastliðnum, en þá komust ekki allir að sem vildu. Fjallað verður um uppbyggingu nýja kerfisins, notkun þess, leitir í því og boðið upp á umræður og...

Á föstudaginn (28.3.) lauk vinnuhópur okkar í Þjóðarbókhlöðunni meginþáttum vinnu við yfirfærslu gagna úr gamla Gegni. Þeir þættir sem unnið var við voru eintakaupplýsingar, forðaupplýsingar, lánþegaupplýsingar, marc-svið, stýrisvið, vísaupplýsingar, greinifærslur, Greinisfærslur og nafnmyndaskrá. Nú er byrjað að prófa gögnin eftir þessa nýjustu yfirfærslu og eftir það verður síðasta tækifærið til að endurbæta yfirfærslukóðann. Stefnt er að því að afrita gögnin í endanlegri mynd 9. maí næstkomandi, og gangi það eftir, verður hægt að opna...

Frá vinstri: Michal Marchlinski, Sigrún Hauksdóttir, Hildur Gunnlaugsdóttir og Jo Richardson. Þessi hópur hefur unnið að yfirfærslu gagna í Þjóðarbókhlöðunni undanfarna daga, og notið til þess aðstoðar annarra, m.a. starfsmanna Landsbókasafnsins. Vinnunni miðar að sögn þeirra vel.

Ýmsar umbætur hafa nýlega verið gerðar á vefsíðum okkar. Má þar nefna að nú er hægt að leita á þeim með einfaldri leitarsíðu. Á lista yfir hluthafa eru nú krækjur á vefsíður þeirra og á lista yfir bókasöfn eru krækjur á þeirra vefsíður. Margir hafa nýtt sér póstlistann sem nýlega var settur á vefinn, og nú er hægt að skrá sig á námskeið á þar til gerðri skráningarsíðu. Loks má geta þess að byrjað er að skrá fjölda heimsókna á vefinn og...

Tveir nýir hluthafar eru nú að bætast í hóp eigenda Landskerfis bókasafna. Það eru annars vegar Snæfellsbær sem gerðist hluthafi í síðustu viku og hins vegar Borgarfjarðarsveit sem hefur ákveðið að kaupa hlut. Bjóðum við þessi sveitarfélög velkomin í hópinn og hlökkum til samstarfsins. Með Borgarfjarðarsveit verður fjöldi hluthafa kominn í 43 (sjá hluthafaskrá...

Af ýmsum sökum hefur vinna við flutning gagna úr gamla Gegni reynst mun tímafrekari en búist hafði verið við. Við höfum nú fengið nýja tímaáætlun frá Ex Libris sem felur í sér að opna megi kerfið í maí næstkomandi og vonandi á sú áætlun eftir að standast. Til að auka líkurnar á að þetta takist hefur Ex Libris sent okkur tvo færa sérfræðinga, þau Jo Richardson og Michal Marchlinski, til að vinna með okkur og starfsmönnum Landsbókasafnsins að flutningi gagna. Þau komu hingað í gær og verða hér í tvær vikur, og bindum við nú miklar vonir við...

Nálægt 200 manns sóttu námskeið og kynningar okkar um nýja bókasafnskerfið í janúar og febrúar. Nú er verið að dreifa biðlarabúnaði fyrir söfn sem nota gamla Gegni og kerfisvefurinn er nálægt því að vera tilbúinn til prófunar.