2

Main content

Fréttir

main

Tveir nýir hluthafar eru nú að bætast í hóp eigenda Landskerfis bókasafna. Það eru annars vegar Snæfellsbær sem gerðist hluthafi í síðustu viku og hins vegar Borgarfjarðarsveit sem hefur ákveðið að kaupa hlut. Bjóðum við þessi sveitarfélög velkomin í hópinn og hlökkum til samstarfsins. Með Borgarfjarðarsveit verður fjöldi hluthafa kominn í 43 (sjá hluthafaskrá...

Nálægt 200 manns sóttu námskeið og kynningar okkar um nýja bókasafnskerfið í janúar og febrúar. Nú er verið að dreifa biðlarabúnaði fyrir söfn sem nota gamla Gegni og kerfisvefurinn er nálægt því að vera tilbúinn til prófunar.

 

 

Námskeiðin fimmtudaginn 20. og föstudaginn 21. febrúar næstkomandi verða haldin í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar og ekki í húsnæði Landskerfis bókasafna, að ósk Landsbókasafnsins.

Dagana 19. febrúar (kl. 13:15-15:30), 20. febrúar (k. 9:30-11:45) og 21. febrúar (kl. 13:15-15:30) verður nýi Gegnir kynntur hjá Landskerfi bókasafna. Þessar kynningar eru ætlaðar starfsmönnum safna sem nota gamla Gegni og þá öðru fremur þeim sem lítið eða ekkert þekkja til nýja kerfisins. Kynningarnar verða haldnar í húsakynnum Landskerfis bókasafna, Borgartúni 37, Reykjavík, 5. hæð.

Fjallað verður um uppbyggingu nýja kerfisins, notkun þess, leitir í því og boðið upp á umræður og fyrirspurnir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á...

Nú hefur vinnuhópur frá Landsbókasafninu og Landskerfi bókasafna skilað frá sér skýrslum vegna þriðju og síðustu umferðar gagnayfirfærslu. Vinna við þetta verk, sem felur m.a. í sér breytingu á sniði gagna úr UKMARC í MARC21, krefst mikillar nákvæmni eins og skýrslurnar bera með sér.

Hægt er að skoða þær hér á vefnum.