2

Main content

Fréttir

main

Skráningarráð Gegnis hefur nú fengið sérstaka síðu á vef Landskerfisins. Þar er meðal annars að finna upplýsingar um netfang og tölvupóstlista skráningarráðsins, auk fundargerða og vinnugagna sem varða skráningu í Gegni. Á síðasta fundi skráningarráðsins var Þóra Sigurbjörnsdóttir kjörin formaður þess.

Starfsmenn Landskerfis bókasafna hf. senda samstarfsmönnum sínum og viðskiptavinum nær og fjær óskir um ánægjulega jólahátíð og farsælt komandi ár. Skrifstofa okkar verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag, auk annarra lögbundinna frídaga.

Nú er reiknað með að vinnu við yfirfærslu gagna úr Feng ljúki í janúar og að Fengssöfnin geti tengst kerfinu og hafið notkun þess í marsbyrjun 2004. Sigrún Hauksdóttir forstöðumaður sem leitt hefur þessa vinnu af hálfu Landskerfisins gerir grein fyrir stöðu mála í pistli sem einnig var birtur í Fregnum, fréttabréfi Upplýsingar. Eins og áður þarf að taka áætlunum með fyrirvara um breytingar, en eðli málsins samkvæmt verða áætlanir um opnunardag smátt og smátt marktækari.

Í kjölfar endurskipulagningar á Landsbókasafni-Háskólabókasafni hefur nú orðið breyting á skráningarráði Gegnis. Auður Gestsdóttir hefur tekið sæti Hildar Gunnlaugsdóttur, en Hildur situr reyndar fundi ráðsins sem ritstjóri Gegnis. Við bjóðum Auði og aðra meðlimi ráðsins velkomna til starfa.

Nú hefur nýr hluthafi bæst í hópinn hjá Landskerfi bókasafna, og er það Borgarfjarðarsveit. Þá ber það til tíðinda að Kópavogsbær hefur samþykkt að kaupa hlut í félaginu og fögnum við þessum nýju samstarfsaðilum og bjóðum þá velkomna. Helsta safnið á vegum Borgarfjarðarsveitar er Snorrastofa, en hjá Kópavogi er Bókasafn Kópavogs stærst. Auk þess er tæplega tugur grunnskólasafna í Kópavogi með um 50.000...

Fyrsti aðalfundur Aleflis, sem er notendafélag Gegnis, var haldinn föstudaginn 3. október 2003. Þar var kosin ný stjórn fyrir félagið og skipa hana þær Astrid M. Magnúsdóttir, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir og Oddný Björgvinsdóttir, auk Margrétar Björnsdóttur sem er varamaður. Á fundinum var ný vefsíða félagsins opnuð: www.alefli.is. Í lok fundarins héldu starfsmenn Landskerfis bókasafna erindi til að greina frá stöðunni í innleiðingu Gegnis og segja frá þróun kerfisins eins...

Nú hefur skráningarráði Gegnis verið komið á fót. Því er ætlað að skera úr um ágreining sem varðar skráningu og skráningarheimildir í Gegni, og leggja línur um notkun efnisorða. Markmiðið með starfsemi skráningarráðsins er að stuðla að því að gögnin í kerfinu séu vönduð, og þurfa allir sem skrá bókfræðilegar upplýsingar í kerfið að fara að reglum ráðsins eins og fram kemur í þjónustusamningum.

Eftirfarandi bókasafnsfræðingar, sem tilnefndir voru af stjórn notendafélagsins Aleflis, hafa tekið sæti í skráningarráðinu: Guðný...

Í dag lauk fyrstu afritun gagna frá Fengssöfnunum í Nýja-Gegni. Á næstu dögum byrjar hópur bókasafnsfræðinga að gáta gögnin. Þó að hópurinn eigi mikið verk fyrir höndum, er það mikilvægur áfangi að yfirfærsluvinna fyrir þennan stóra hóp safna skuli nú vera hafin.

Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. fyrir árið 2003 var haldinn föstudaginn 20. júní. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Við stjórnarkjör urðu talsverð mannaskipti, því þeir Arnór Guðmundsson, Jónmundur Guðmarsson og Kristján Svanbergsson drógu sig í hlé, en í þeirra stað voru kosin Anna Torfadóttir borgarbókavörður, Hörður Sigurgestsson, stjórnarformaður Landsbókasafns-Háskólabókasafns og Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður. Karl Guðmundsson situr áfram í stjórninni og varamenn eru þeir sömu og fyrr. Þeim Arnóri,...